Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1913, Side 5

Eimreiðin - 01.09.1913, Side 5
*57 sinni til dýrðar, en móðurinni til rýrðar. Hann heíir getið þess í blaói sínu eitt sinn, að hann eigi alls ekkert ættjörð sinni að þakka, og má vera, að það sé satt — frá sjónarmiði veraldar- mannsins, sem komið hefir ár sinni fyrir borð á yfirborði mann- lífs-straumiðunnar. En þegið hefir þó sá maður hæfileika sína í vöggugjöf, og eigi síður það flotholt í sjálfum sér, sem heldur honum uppi á hverju öfugstreymi, og getur sá maður ekki sokk- ið, heldur rekur hann jafnan á land einhversstaðar. Svo var Stutti-Jóki gerður, sem hér var í Pingeyjarsýslu, maður nálega kloflaus, en búkmikill og höfuðið nauða-ljótt. Hann var verðgangsmaður og lyginn með afbrigðum. Og jafna ég hon- um á engan hátt við ritstjóra Heimskringlu, nema að þessu leyti: að hann hafði það flotholt í sér í vöggugjöf, að hann gat ekki sokkið. Hann var flotmaður, en enginn kafari. En snúum nú þaðan frá og gaumgæfum matarefni moldarinnar vestrænu og því næst vorrar eigin moldar. Hreinn ágóði af hveiti- ekru er 16 dalir, segir Baldvin ritstjóri. En hvers virði er þá dal- urinn ameríski? Hve margar krónur þarf hér á landi, til að kaupa þau hin sömu gæði, sem þar fást fyrir dal? Maður að vestan hefir sagt mér, sem virðist vera greindur og gætinn, að dalurinn þar sé að notagildi á við tvær krónur hér. En stigið hafa lífs- nauðsynjar í verði í landi voru síðan við töluðum um þetta og fara hröðum fetum hækkandi hér í landi. Eg ætla því að hafa vaðið fyrir neðan mig, og áætla dalinn móti þrem krónum í landi voru eins og nú stendur verðgildi peninganna. Og þá hygg ég að ameríkska dalnum sé gert fullhátt undir höfði. Móti hveitiekrunni verðum vér að leggja töðuvöll. Pað er okkar ræktaða land, sem alstaðar blómgast og æfinlega, ef hon- um er sómi sýndur. Talið er að vallardagsláttan gefi af sér 15 hesta af töðu, ef hún er í góðri rækt, og ætti það að vera 3000 pund. Petta getur staðist, ef um sléttu er að ræða, sem vönduð er á allar lundir og eigi getur geld orðið af sólbruna né kali. En En of hátt þykir mér að áætla þannig. Eg þori þó að gera ráð fyrir 3000 pundum af þeim túnteigi, sem er jafnstór hveitiekru (35X35 f-)- í’etta töðufall fæ ég af mínu túni í meðal-grasárum. Tað er mestalt sjálfgerð slétta frá hendi náttúrunnar, en borið vel á það að haustinu ár hvert og slóðadregið á vorin. Töðu- pundið met ég á 4 aura. Pað er selt á 5—6 aura í kaupstöðun- um. En sú sala er betri fyrir seljanda en kaupanda. Pað er

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.