Eimreiðin - 01.09.1913, Side 7
«59
hörð veðrátta, leti, frosin jörð og sólbruni stundum En samt er
hér garðrækt stunduð víðsvegar á landinu og fer vaxandi. En satt
er það, að grasræktin borgar sig betur að jafnaði, og bregst
aldrei alveg, eins og garðræktin getur gert. Eg skal nú ekki
þreyta neinn með því, að telja saman eftir landshagsskýrslunum
rófnatunnur og jarðepla, en segja vil ég frá uppskerunni úr hlað-
varpa mínum. Eg hefi haft í honum kálgarð tvö árin næstliðnu
og sáð gulrófnafræi. Hann er rúmlega ioo □ faðmar að stærð og
hefi ég fengið 20 tunnur úr honum samtals. Tunnan er seld á 5
krónur. Ekkert hefi ég borið í hann nema vetrarskólp úr bænum.
Fyrirhöfn er engin, nema uppstunga, sáning og upptekt rófnanna.
Fræið kostaði eina krónu samanlagt. Kálið var afarmikið og gefið
kúm í hálfa gjöf. Pað met ég móti fyrirhöfninni við garðinn.
Tarna eru þá 100 krónur fengnar í ágóða upp úr 100 □ föðmum
á tveim árum. Gerir vestræna moldin betur? Pessi tvö síðastliðin
sumur hafa verið þurkasöm framan af, langt úr hófi, og áfellasöm
þegar á leið. Eg vökvaði aldrei garðinn. Purkarnir voru svo lát-
lausir alt vorið, hvort um sig, að ég örvænti um uppskeruna og
hafði þá heldur ekki mannafla til að standa í látlausum vatns-
austri á moldina. Eg hugsaði mér að láta skeika að sköpuðu.
Litlu plönturnar voru nærri dauðar á stekktíð, en þær náðu sér
furðanlega, þegar hallaði sumri og regnskúrirnar komu frá yfir-
völdum veðráttunnar og hinar höfgu daggir.
Væna skák af útengi sló ég tveim sinnum í fyrra-sumar (1911).
Tað er starkíll, sem veiðivatn heldur sístreymum sumar og vetur.
Sló ég hann í fyrra skiftið 10 vikur af sumri, og var hann þá
svo grösugur, að nálega mundi hann hafa tvíflekkjað sig, ef á
þurkvelli hefði verið. Störin rýrnar við Purkinn. En þó kemur af
þessu svæði heyþungi eins og af allra beztu túnsléttu, sem jöfn
er að flatarmáli. Pessi stör hefir ekki komist undir hendur efna-
fræðinga. En heimareynsla hefir sýnt, að hún er' þvílík, sem
taða væri, að næringarefnum. Eg hefi gefið kúnum mínum stör-
ina og fengið hana borgaða með mjólk, líkt því sem gerist um
töðugefnar kýr nágranna minna. Aftur sló ég kílinn á ísi eftir
veturnætur. Uppsprettingurinn varð um sumarið hálf alin á hæð.
En sökum haustrigninga stóð ekki nema spannarlengd upp úr
ísnum. IJetta var gullgrænt hey og lambamatur, og dísætt, þegar
tuggið var. — Petta er nú í fám orðum að segja af frjóseminni í
því eina jarðarlandi, sem ég hefi lagt hönd á til afnota. Og ef