Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1913, Qupperneq 8

Eimreiðin - 01.09.1913, Qupperneq 8
i6o einhver skyldi ætla, að ábýlisjörð mín sé betur fallin til landgæða heldur en aðrar jarðir, þá er það misskilningur. Jörðin mín er mesti gallagripur, snjóbæli og illviðrafótaskinn, liggur berskjalda fyrir opnu Ishafinu og beljandi norðankalsanum. Eg tek dæmin undan fótum sjálfs mín, af því að ég er mínum hnútum kunn- ugastur. Eg bý á þeirri jörð, sem er útbeitarlaus í hverjum meðal- vetri og verri. Pess vegna verður mér sauðskepnufóðrið hálfu dýrara, heldur en sýslungum mínum, sem beitarlöndin byggja. — Mikill kjarni hlýtur að vera í þeim útigangslendum, sem blásið hafa og bitist í iooo ár. Og enn er sá mergur í löndum þeim, að útigangsféð reynist betur, bæði til málnytu og frálags, heldur en innigjafarféð. Það er alkunnugt, að sauðféð okkar þyng- ist um helming tólf vikna tíma úr sumrinu. Og víst væri sá mað- ur helblár vitleysingi, sem héldi fram í alvöru þeirri kenningu, að afréttirnar væru dáðlausar. Góðir fjármenn hafa 6—io króna árlegan ágóða af hverri lembdri á. Mismunurinn stafar af misjöfnu kynferði fjárins, mis- jöfnu landi og mismunandi fjármensku. Pá skiftir það allmiklu, hvort ærin er einlembd eða tvílembd, og ekki má gleyma ár- ferðinu. Pessar ær kosta, ef keyptar eru, 20—25 krónur, en verða ódýrari, ef aldar eru upp. Séu ærnar virtar á 20 krónur, gerðar tvílembdar og afurðir þeirra metnar eftir því vöruverði, sem nú er, fást 40 krónur í vexti af 100 krónum, sem lagðar eru í ær. Pað skal ég játa, að minni arð hefi ég af mínum ám. Það stafar meðfram af þeirri orsök, að ég er lítill fjármaður — hefi naumast hálfan hugann á fjármensku, og er ekki búmaður nema að nafninu. Nú býst ég við þessari spurningu úr ýmsum áttum, og munu stór augu fylgja spurningunni: Pví er hagur alþýðu í landi voru bágborinn, fyrst garðræktin og fjárræktin geta verið svona arðsamar? Hvers vegna græða menn ekki á tá og fingri? Ég hefi ótal svör á hraðbergi gegn þessum spurningum og öðrum af sama tægi. En í þetta sinn læt ég mér lynda, að minn- ast á fáein aðalatriði, og fara þó ekki út í yztu æsar svaranna. Fyrst og fremst stafar fátækt almennings af efnaskorti horf- ínna kynslóða og niðurníðslu landsins og bygginganna í þeirra höndum. Landslýðurinn fæðist blásnauður; byrja einstaklingarnir þessvegna efnalitlir sjálfsmensku sína og nálega með tvær hendur
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.