Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1913, Síða 11

Eimreiðin - 01.09.1913, Síða 11
stóra fullveldismanni, aö okkur stæði annað nær til þjóðþrifa, en sjálfstæði fullvalda ríkis. Og nafni minn gat ekki orða bundist í ferðasögu sinni, þegar hann kom í landsýn, austfjarða, frá vorgrænu laufskrúði við Eyrarsund, og sá okkar land alhvítt og kyngifent niður í sjó — skömmu fyrir fardaga. Honum brá í brún og hrollur fór um hann allan, þar sem hann stóð á þilfarinu og leiddi landið augum sín- um og athygli. En hvernig múndi honum þá hafa verið innan- brjósts, viðkvæmum og veglyndum manni, ef staðið hefði í spor- um okkar bændanna, einmana og afskektur í snjónum, — milli heims og helju, jörðin eins og koparsteypa, himininn eins og stál- hjálmur, eiga alt sitt líf, sjálfs sín, konu og barna undir þessari grimmu og guðlausu náttúru. En — eftir á að hyggja! Veðráttan er mislynd í öllum lönd- um. Egyptaland liggur undir fótskör sólarguðsins, og þar eru hvorki hríðar né hörkur. Pó komu þar sjö hallæris-ár forðum daga. Og mislynd er veðráttan á kornsléttunum vestan hafs. Vestur-íslenzkur bóndi mintist á veðráttuna núna í sumar í Heims- kringlu. Hann var að andmæla ritstjóranum og halda uppi höfði Fjallkonunnar. Pá gat hann um annmarka tíðarinnar vestur frá og uppskerubrest. Hann sagði, að hveitikornið — kornstöngin — skrælnaði eitt vorið af sólbruna, frysi annað árið, ormætist þriðja árið, brotnaði af haglveðri fjórða árið, en fimta sumarið gengi alt slysalaust með uppskeruna. En þá kæmu skuidheimtumenn og hirtu hana alla. Enginn hefir áður nefnt orm í ökrunum vestur frá svo ég hafi heyrt. En þarna rak hann upp trjónuna. Pessi bóndi gat þess ennfremur, að landar vorir gengju svo hart að sér við vinnuna, að þeir væru orðnir úttaugaðir á miðjum aldri. En ef þeir entust að vinna í iO—20 ár, þá kæmust þeir í efni. Hann lét þess getið, að ef íslendingar legðu annað eins á sig heima, mundu þeir komast í álnirnar ekki síður. Pótt ég hafi það eftir vestur-ísl. bóndanum, að misfellur séu á veðráttu og landgæðum í Kanada, trúi ég því, að landið sé þó gott. En hinu neita ég afdráttarlaust, að okkar land eigi að fara f eyði. Ef ég reyndi ekki að verja ættjörð mína auðn og al- deyðu, væri ég ættarskömm og úrþvætti og ætti ekki skilið að hafa vald á íslenzkri tungu.

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.