Eimreiðin - 01.09.1913, Side 14
þjóðarinnar, ef við því á að sporna, að landauðnin breiðist hér út
eins og önnur pest. — fjóðin þarf að sjá og skilja, hvernig hún
er stödd með atvinnuvegi sína og lifnaðarhætti, svo að hún læri
sanngirni í kröfum sínum til móðurmoldarinnar og þeirra hús-
bænda, sem eiga að ráða yfir henni. Og þess vegna vil ég nú
minna hana á það, sem aðrir hafa áður sagt henni, þó til lítils
kæmi, að hún er tómlát þjóð í sumum greinum, en eyðslusöm í
aðra röndina og munaðargjörn fram yfir það, sem henni er holt
og viturlegt.
Blöðin hafa nú um mörg ár brýnt fyrir þjóðinni og eggjað
hana á aukna framleiðslu. Bað er nú gott og blessað. En þó
er það ekki nóg til þess, að öllum líði vel. Sparseminni má
ekki gleyma. Dugnaður og umsýsla eru hálfónýt til þjóðþrifa, ef
eldur eyðslunnar leikur um alt aflaféð. Pegar ég var á bernsku-
skeiði, fluttu blöðin hverja sparnaðargreinina á fætur annarri. Þá
var »Sparsemin« gefin út af Pjóðvinafélaginu, »Auðnuvegurinn«
og fleiri ágætar bækur, sem fluttu sparnaðarkenninguna. Og á
þeim árum hélt Björn Jónsson ritstjóri ísafoldar fast fram þessari
þjóðþrifakenningu. Nú er sjaldan á hana minst. Öll áherzlan er nú
lögð á framleiðslu, framleiðslu. Og nú er þjóðin tekin til að fram-
leiða tennurnar úr munninum og lungun úr brjóstinu.
Gömlu mennirnir tóku til í matinn með konunum sínum og
töldu kaffibaunirnar í hverja hitu. — Þeir fengu nöfnin fyrir spar-
semi sína hjá sveitarlimum og illmælgistungum, voru kallaðir
niggarar og búnubbar, nirflar, járnsálir, svíðingar, grútarsálir og
grútarháleistar. En þessir menn báru sveitargjöldin á herðum sér.
Og þá voru ekki tvítugir tannfellingar á hverju strái, né lungna-
veikir veslingar. Annars var för minni ekki heitið inn í maura-
skemmuhorn til að telja spaðbita, eða þukla um kaffiskjóður allra
aðsjálustu bænda. En hitt þori ég að fullyrða, að þjóðin okkar er
nú komin út á hálan ís eyðslu og óforsjálni, og er því heilsa
hennar í veði, efnahagurinn í hættu — og svo er landinu kent
um, þegar menn fara á höfuðið, talið ólíft hér og leystar land-
festar!
Eg sá í Heimskringlu síðastliðið sumar, að fréttaritari blaðs-
ins vestur í einni nýlendunni gat þess, að fólkið þar um slóðir
vildi nú varla annan fæðukost en sætt kaffi með brauði! Vér
getum trúað þessu, sem heima sitjum. — Eg minnist þess nú,
sem Myklestad kláðalæknir sagði við bónda hérna í sýslunni: