Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1913, Síða 26

Eimreiðin - 01.09.1913, Síða 26
•78 En hvað gjörði það til? Lagðist ég ekki á hverju kvöldi til hvíld- ar með ofurlitla von um, að hún gæti komið næsta dag, og kom þessi von mér ekki til að stökkva á fætur á hverjum morgni og bjóða daginn velkominn á mína vísu? Og upp frá þessu skildi ég, hversvegna himininn á hverju kveldi skrýðist í skarlat og gull. Pað var til að lýsa tveimur elskendum, sem höfðu mælt sér mót. Og vindarnir tóku að leika kynleg lög fyrir mig; lækurinn fékk mál, svo ég varð oft að stansa og hlusta á hann, næturnar hjúp- uðu mig í gullna drauma og herskarar nýrra hugsana liðu á hverj- um degi eins og á sigurför gegnum sál mína. Dásamlegar voru þær næstu vikurnar. Ég gæti sagt ykkur frá, hversvegna ég fór kornungur í herþjónustu, og hversvegna ég svo fljótt vann mér frægð og frama. — En þegar ég, rúmlega tvítugur, var orðinn herforingi, reiðubúinn að halda heim í frægðarljóma þeim, er mig hafði dreymt um — þá var Lukrezía ekki* aðeins gift, heldur einnig dáin. Aldrei fékk ég að kyssa hana einn einasta koss, aldrei að tala um ást mína við hana, nei, aldrei. Og þó — hver brá töfraljóma yfir heiðarnar í augum ung- lingsins, hver lét stjörnurnar halda vörð á honum, meðan hann svaf, hver hóf hann til manns og gaf honum hugprýði og heiður? Svo undursamleg getur konan verið, að alt þetta afrekar hún, bara með því einu, að hún er til og birtist okkur. Ætti ég þá ekki að þakka Lúkrezíu af öllu hjarta mínu og allri sálu minni og daglega mæta henni á ný í bænum mínum. Blessuð veri hún fyrir það, að líf mitt varð svo dásamlegt og fjölskrúðugt.« Éegar hann hafði lokið sögu sinni, sátu bræðurnir lengi og horfðu þögulir í gaupnir sér. Sjúklingurinn lá kyr með aftur aug- un, en loks leit hann upp, brosti og sagði: »MeiraU IV Gregóríus hét sá bróðirinn, er næstur sagði frá unaðsríkri endurminningu. Hann var fríður sínum, þó gamall væri, hvítur fyrir hærum, á hár og skegg; hann tók um talnaband sitt og hóf frásögn sína, en röddin var í fyrstu hálfifeimnisleg og óstyrk. »Pví miður verð ég að viðurkenna, að mörg beztu ár æfi minnar fór ég villur vegar og gjörði mörgum manni mein. Ég var sem sé heiftþrunginn prestur. Að vísu hafði ég í æsku haft óljósan grun um dýrðarheim þann, er fögur kona getur leitt

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.