Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1913, Page 31

Eimreiðin - 01.09.1913, Page 31
i«3 Og hvernigleiö svo dagurinn þarna úti á firðinum? Veðrið var lygnt og fagurt, árarnar lágu innbyrðis, ég lá niðri í bátnum og starði upp í himininn. I hvert skifti sem unga stúlkan leið fram fyrir sjónir mínar, hófst ég upp í blágeiminn, leystist sundur í ljós og söng, er endurómaði um alheimsgeiminn líkt og sigur- ljóð. Kvöldið kom, nóttin kom, og þá loks reri ég upp að strönd- inni, þar sem ástmey mín beið mín. Og, vinir mínir, látið mig nú hætta! Það á ekki heima hér, að segja frá því, að unga stúlkan mín hafði orðið sturluð af ástarhamingju sinni — að hún í örvæntingu skriftaði fyrir abba- dísínni — að henni samdægurs v^r varpað í fangelsi — og að hún þjáðist þar af sáru hugarvíli. Sjálfur var ég árum saman eins og vængbrotinn fugl — en hvað eru nokkurra ára þjáningar í samanburði við eitt augnablik í faðmi ungrar konu? Enginn ástar- harmur er svo sár, að hann sé ekki að vissu leyti hamingja. Pví þeim mun sárari sem sorgin er, þeim mun skýrari er ímynd ást- vinunnar í hjarta voru. En hverjum var það að þakka, að ég varð frægt ástaskáld, og að ljóð mín gagntóku og hrifu hjörtu æskulýðsins? Ljóslind sú, sem frjóvgaði anda minn — var það ekki nunnan unga, sem bætti fyrir augnabliks unað með æfilangri eymd? Ó, vinir mínir, hún hefur fylgt mér eins og góður engill, hvar sem leiðir mínar hafa legið. Og þó ég sé nú orðinn gamalmenni og hár mitt snævi drifið, þá glæðir þó minning hennar enn dásamlegt vor í hjarta mínu.« Gregóríus þerraði tár af augum sér og leit brosandi frá ein- um til annars. Sjúklingurinn í rúminu hafði spent greipar um talnabandið sitt, og nú leit hann upp og sagði í hálfum hljóðum: »þakka þér fyrir«, eins innilega og honum hefði verið gefin dýr- mæt gjöf. Bræðurnir sátu nú þögulir um hríð, Pað var engu líkara en að þeim fyndist konan, sem Gregóríus hafði sagt þeim frá, vera á einn eða annan hátt mitt á meðal þeirra. Úti fyrir heyrðist hvinurinn í storminum, hafið braut við klettana og litla húsið þeirra skalf og nötraði. Alt í einu reis sjúklingurinn upp stynjandi, og bræðurnir hröðuðu sér að styðja hann; þeir sáu, að nýtt kast var í aðsigi og að við öllu mátti búast. Kastið kom líka og sjúklingurinn misti snöggvast meðvitundina, en hann raknaði þó við aftur, og

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.