Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1913, Síða 38

Eimreiðin - 01.09.1913, Síða 38
sömu borg. sPað er bezt fyrir þig, drengur minn«, sagði faðir minn. En þetta held ég áreiðanlega að hafi verið um haust, og að þá hafi verið dimt yfir og rigning. Eg fór mjög snemma að hátta, því ég var altekinn af veikindum, og daginn eftir lá ég allan í rúminu. — Eg held, kæru bræður mínir, að unglingurinn verði fullorðinn maður á þeim degi, er hann í fyrsta sinn fer að ráðgast um með sjálfum sér, hvernig hann eigi að yfirstíga hindr- anir þær, er skilja hann frá ungri stúlku. Pegar ég fór á fætur hafði ég margskonar ráðabrugg með höndum, og ég þandi út brjóstið og þóttist alt í einu vera fullorðinn maður með mönnum. Eg man eftir þegar ég heimsótti hana. Hún þekti fótatak mitt í stiganum, og ég heyrði, hvernig hún hló — já, ég heyri það þann dag í dag — þann hlátur heyrði ég í hvert skifti sem ég kom, dillandi skæran hlátur yfir því, að sjá mig. Og altaf sá ég mun á andlitinu, hvað það varð fjörlegra í bragði; og veika augað blikaði æ skærar, eins og það reyndi af alefli til að geta séð mig eins vel og hitt augað. Áður hafði ég gefið henni leikföng, nú fór ég að gefa henni blómstur. Hún roðnaði, þegar hún tók við þeim, og var lengi um að lykta af þeim, áður en hún leit á mig. Eg sá, að það var hreint ekki satt, að hárið á henni væri eins og þur hampur; það var farið að liðast fagurlega um höfuðið, alveg eins og dálitlar gullöldur. En minnisstæðast er mér þó, að hún stundum trúði mér fyrir því, ef hún hafði séð eitthvað misjafnt í fari einhvers, því þá hugsaði ég ætíð méð mér: Aldrei skal hún sjá neitt þessu líkt hjá mér. Hún sagði mér líka frá, ef hún hafði veitt ein- hverju góðu eftirtekt, og þá hugsaði ég mér, að svona skyldi ég líka reyna að verða. Aftur urðum við að skilja, af því ég átti að fara til háskóla- bæjarins. Ég hafði kent henni að skrifa, áður en ég fór, og við skrifuðumst á. Hún sagði mér frá, hvað hún væri að hugsa um, og ég reyndi að géra henni alt skiljanlegt, sem viðvék námi mínu. Getur eiginlega fegri sýn að líta, en ungan mann, sem stundar nám sitt af alhuga, af því námið er honum einskonar töfraskógur, sem hann verður að ryðja sér braut í gegnum, til þess að geta öðlast fallega stúlku? Oft fanst mér eins og sérhver nýr þáttur í námi mínu væri nýtt loft, er ég bygði í framtíðarbústað Varenku. En aldrei hugsaði ég: »þú elskar hana.« Aldrei. Hún var einungis

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.