Eimreiðin - 01.09.1913, Side 41
<93
við annað. Mér finst nú, þegar ég hugsa um það, að við munum
hafa haldið dálitla hátíð, að við munum hafa hrósað sigri yfir
veiklan og vanmætti, og að þetta væri sigurhelgi okkar ungu
ástar. En í það sinn gerðum við okkur ekki grein fyrir því. Og
öðruhvoru urðum við að leggja hvort annað undir vanga okkar,
og nú nægðist okkur ekki framar að líta hvort á annað, augu
okkar voru óseðjandi.
Ég held áreiðanlega, að það hafi verið fyrstu sólargeislarnir,
sem knúðu okkur til að kveðjast. Og hvernig átti ég að fara
heim þennan morgun!
Ég fór niður í fjöru, fór úr öllum fötunum, fleygði mér út í
sjóinn og synti lengi fram og aftur. Oft synti ég á bakinu, og
geislar morgunsólarinnar féllu þá eins og blóðbogar á andlitið á
mér. Mér stendur þetta enn fyrir hugskotssjónum, og ég held
mér sé óhætt að segja, að þetta hafi verið yndisfagur morgunn.
En klukkutíma síðar átti ég tal við föður minn; og samræðu
okkar lauk svo, að hann lýsti þvl yfir fyrir mér, að ég væri vit-
skertur, og hótaði að setja mig á vitlausraspítala. Hann sagði
mér afdráttarlaust, að Varenka hefði fengið sýki sína að erfðum,
og að hún gæti komið í ljós aftur, bæði á henni og börnum
hennar. Að lokum sá ég ekki annað vænna, en að láta Varenku
fara, en lofaði sjálfum mér statt og stöðugt, að ég skyldi hafa
upp á henni aftur, þegar ég væri orðinn sjálfum mér ráðandi.
Og hún fór — —
Kæru vinir! Nú er sagan á enda. En ég get þó bætt því
við, að við skrifuðumst á í tvö ár, að hún var alheil heilsu, og
að ég tók læknispróf með ágætiseinkunn. En þá hættir hún alt
í einu að skrifa. Ég skrifa móður hennar. Ekkert svar. Föður
hennar. Ekkert svar. Loks fékk ég þó bréf frá henni. Par stóð:
»Hvernig gaztu fengið það af þér? Guð hjálpi mér!«
Og nú hefst ferðalag mitt um heiminn, til að finna Varenku.
Og það er óskiljanlegt, að ég skuli ekki enn hafa fundið hana.
Fyrst ferðaðist ég þangað, sem hún átti heima. Par var mér sagt,
að hún hefði gengið í klaustur af harmi yfir því, að ég hefði
gifst annarri stúlku. Bréf frá nánum ættingjum mínum hefði til-
kynt henni þetta.
Pað var nú hægðarleikur að færa þeim heim sanninn um, að
þetta væri mishermt, og glaður í huga hélt ég af stað til klaust-
ursins. En hér fæ ég að vita, að Varenka hafi slegist í för með