Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1913, Side 42

Eimreiðin - 01.09.1913, Side 42
i94 pílagrímum eitthvað langt inn í Rússland, og að hún að öllum líkindum kæmi ekki þangað aftur. »Guði sé lof, að hún þó ekki er dáin« hugsaði ég með mér, og hélt af stað, þangað sem pílagrímarnir höfðu ætlað sér. En svo illa vildi til, að þegar ég loks kom þangað, þá var Varenka líka farin þaðan; og verst af öllu var, að enginn gat geftð inér greinilegar bendingar um, hvert hún mundi hafa haldið. Peningar mínir þrutu, og ég gat ekki snúið mér til föður míns. En sá, sem hefur áhugamál með hönd- um, gefst ekki upp. Eg hóf því ferðalag af nýju, fótgangandi, og oft var ég bæði harmþrunginn og örvílnaður yfir, hve seint mér gekk. Hvað er dapurlegra, en að leita stöðugt að einhverjum, sem vér elskum, og vita alls ekki, hvar leita skal? Jú, eitt er verra. Pað er, að vita þá, sem maður elskar, þjást af harmi, sem þú einn getur bætt — en hyldýpi er á milli ykkar, þið getið ekki náð saman. Oft ráfaði ég fram og aftur eins og örvita maður; og erfitt mun að telja upp alla þá vegi, sem ég hef gengið á. Eg varð beiningamaður og klæddist tötrum, og stundum var ég álitinn vitskertur; en þetta lá mér alt í léttu rúmi. En nú finst mér á- reiðanlega, að því lengur sem ég leitaði, og því oftar sem von mín brást, því aðdáanlegri yrði ímynd hennar í hjarta mínu — og oft hefur mér fundist hún ganga í eigin persónu við hliðina á mér og hvetja mig til að leggja ekki árar í bát. Foreldrar henn- ar héldu, að hún hlyti að vera dáin fyrir löngu; en enginn skal fá mig til að trúa því. Nei, hún er á lífi. Og hvernig ætti ég að geta afborið að lifa, ef ég ekki nú sem áður væri sannfærður um, að við einhverntíma mundum finnast. Fyrir nokkrum árum síðan hætti ég að leita; en það var af því, að mér varð það ljóst, að þegar tveir leita hvor að öðrum, þá er betra að annar þeirra haldi kyrru fyrir. Eg hef látið orð liggja fyrir henni á mörgum stöðum, svo hún geti fengið að vita, hvar ég er nú niður kominn. Og hver veit, hvort við ekki einhverntíma, þegar minst varir, sjáum skip leggja leið sína að eynni okkar. Segið ekki, að þetta sé heimsku- leg von; haldið þið ekki, að ég hafi oft sagt mér það sjálfur. En samt sem áður — enginn veit, hvað fyrir kann að koma. Mér þykir vænt um, að ég hef verið henni trúr öll þessi ár, að ég hef beðið fyrir henni á hverjum degi, og að ég er enn þá á unga aldri. Hvað Varenku viðvíkur, þá er ég viss um, að

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.