Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1913, Page 45

Eimreiðin - 01.09.1913, Page 45
197 níð eba skop. En eigi er líklegt að engir slíkir kviðlingar hafi komið upp á allri óöld Guðmundar góða, sem hófst með 13. öldinni. En síðar, og einkum eftir Flóabardaga þeirra Kolbeins unga og Eórðar kakala, gerðu fylgdarmenn Kolbeins mikið skop að Eórði og Vestfirðingum hans, er meðal annars varð tilefni til Haugsnessfundar, þar sem féllu nær hálfu öðru hundraði manna. Sýna vísurnar um bardagann, að Skagfirðingar hafa verið hagorðir menn, og er einkum þessi vísa dável kveðin: Létu líf fyrir spjótum, — Vítt lá valr á grýttu lásk eigi þar háski, — (varð tafn búit hrafni) (sungu vápn á vangi (gunnar már yfir gaurum víghljóð) búendr góðir. gall) Haugsnesi fallinn. Eegar Sturlunga þagnar, þagna og allar sögur og sagnir fyrir norðan land, að heita má, alt fram á daga hins síðasta forna skálds og skörungs Norðlendinga, Jóns biskups Arasonar. Kipti honum vel í kynið með skopkveðskapinn eins og annað; hann var hálfur fornmaður, en hálfur barn yngri tíðar. Af vísum hans þarf hér eigi neitt að tilfæra (sjá EIMR. XVII, 77—95). En margt af þeim minnir á 14. til 15. aldar norðlenzk ljóð, sem lítið eimir eftir af, nema Háttalykill Lofts ríka. Vel á minst, yfir hann má ekki hlaupa, því hann var gott skáld, innan um, enda finst mér Jón biskup hafi á stöku stað stælt Loft, t. d. í vísunni: »Geitar hvanna grönn rót« o. s. frv. — Þórunn d Grund, dótt- ir Jóns biskups, lét kveða til bónda síns í vikivaka (en orti sjálf?) vísuna: I Eyjafirði upp á Grund, þar hefir bóndi búið um stund, á þeim garði fríða, sem börn kann ekki að smíða. Líklegt er, að einhverstaðar kunni enn að slæðast stökur og kviðlingar, er eigi upptök frá skólanum á Hólum, eða sveinum biskupanna. Pyrfti endilega að grenslast eftir því. Frá tveimur síðustu öldum biskupsstólsins eru að vísu eigi svo fáir kviðlingar tii, auk alvarlegra ljóðmæla. Gleðimaðurinn Þorldkur biskup Skúlason orti á yngri árum vísuna: Parvior est parvo parvissimus ipse magister, corpore perparvo, parvior ingenio. um Ólaf lærðakarl (eða litlakarl), sem var skólameistari, en hafði þó flaskað á stigbreytingu orðsins »parvus« (lítill). Pá vísu hef ég séð á íslenzku þannig:

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.