Eimreiðin - 01.09.1913, Qupperneq 47
!99
og harðrétti. Hinn fyrsta tug 19. aldar gekk enn harðæri yfir
land vort, og eigi minst hér norðanlands, meðan Napóleons-ófrið-
urinn stóð, og sigling kom stundum engin árum saman. — En nú
mun þykja mál að byrja á aðalefni þessa erindis. En mér fanst
óhjákvæmilegt, að benda áður á helztu drættina í sögu þjóðarinnar,
og verða þó miður fróðir lesendur litlu nær fyrir þann inngang.
Hver öld á sína menningarsögu, sérstaklega um kjör og hugs-
unarhátt alþýðunnar, en þá sögu er eftir að rita, eins og sveita-
sögurnar.
Við byrjun 19. aldar má telja miðstöð alþýðukveðskapar á
Norðurlandi hér í Eyjafirði. Hér bjó þá séra Jón Þorldksson, er
þá þótti bera höfuð og herðar yfir öll skáld á landi hér, en var
þó að mörgu leyti um leið alþýðu-, gaman- og glettuskáld með
afbrigðum; mátti með sanni um hann segja sviplíkt og Snorri
Sturluson segir um Sighvat Pórðarson, að honum var skáldskapur
svo tiltækur sem öðrum mönnum mælt mál. I annan stað bar
fjör hans, fyndni og glens langt af flestum skáldum, er vér þekkj-
um, og þótt til útlanda sé farið. Fátt var svo auðvirðilegt, að
það yrði honum ekki að yrkisefni, ef gaman eða gletni fylgdi.
Enda eru til betri skopvísur eftir hann um sjálfan hann, en að
þær geti úr minni líðið. í annan stað skorti Jón Porláksson
hvorki anda né orðsnild til að yrkja um háleit efni, og þó einkum
til að þýða með furðanlegri snild tvö hin frægustu sögu- og
hetjuljóð Norður-Evrópu, er þá voru tih Paradísarmissi Miltons
og Messías Klopstokks. Aftur sverja hinir frumortu sálmar hans
og andleg kvæði, erfiljóð og annað alvarlegs efnis, sig flest í ætt við
tíma skáldsins, ýmist við Píetista-guðræknina, er þá var að deyja
út, eða skynsemistrúna, sem þá var farin mestu að ráða. Tel ég
og glenskveðskap þess tímabils, sem J. P. bjó í Eyjafirði (1788—
1819), eins og öfuga afkomu hinnar skynhelgu oftrúar frá dögum
Kristjáns sjötta, stefnu, sem ofan á hörmungarnar hélt allri glað-
værð í bóndabeygju, og gaf oss hvorki sálmaskáld né kennimenn.
Jón forláksson kom sem kallaður og í góðar þarfir á Norður-
land. Og þótt hann jafnan væri snauður af fé og nyti fyrir þá
sök eigi mikillar virðingar, má vel finna þess merki, að hann
hefur fljótt og stórum vakið kveðskap og glaðværð bæði karla
og kvenna í nágrannasveitunum, og eigi sízt nýja dirfð í ádeilum
og gletni, jafnvel við heldri menn, prestana og ríkismennina, sem
áður þóttu friðhelgir. En hvers var von, þegar annar eins kenni-