Eimreiðin - 01.09.1913, Side 49
201
Þegar Jón Porláksson kom norður, virðist fátt hafa verið
uppi af góðum hagyrðingum, en úr því fór þeim að tjölga. Pá
fæddust upp á Ljósavatni systkinin Bóas, síðar prestur í Gríms-
oy, Júdit og Rút. Öll voru þau hagorð vel, og svo bermál og
grófyrt, að vísur þeirra gengu fram af fólki. Annars var í ætt-
inni margt málsmetandi fólk. Rút komst lengst í klúryrðum og
verður ekki eftir haft á prenti. Pessi gamanstaka um afa þeirra
er hátíð hjá hinu lakasta:
Fjalla skauða foringinn, er nú dauður afi minn
fantur nauða-grófur, Oddur sauðaþjófur.
Um sama leyti, eða litlu fyr, var Látra-Björg uppi, og kunna
menn ýmsar stökur hennar. Séra Porldkur Þórarinsson var þá
dáinn fyrir 15 árum, en séra Magnús d Tjörn var samtíða séra
Jóni nokkur ár. Um hann kvað séra Jón hina smellnu stöku:
»Nú grætur mikinn mög.« Hagyrðingar voru enn uppi, svo sem
Árni d Skútum, og fáeinir aðrir, sem gleymdir mega heita. En
í nágrenni við Bægisá fæddust upp hjónaleysin Bólu-Hjdlmar og
Vatnsenda-Rósa. Mun þeim snemma hafa orðið kunnur kveð-
skapur séra Jóns, eigi síður en hann sjálfur, þótt hinar nýkomnu
æfisögur þeirra nefni það ekki. Viðvíkjandi báðum þeim æfisög-
um er það að segja, að þær eru mjög fróðlegar og þakkarverðar,
einkum sem tímabils- og sveitasögur, og góður viðbætir við frá-
sögur Gísla Konráðssonar og frásagnir ýmsra manna. Saga Nat-
ans og Rósu er betri og hefur miklu mannúðlegri blæ en Hjálm-
arssaga, er mjög skortir listamannlega meðferð. En sleppum þó
þeim göllum; sagan er alþýðusaga um alþýðuskáld, eins og al-
menningi fanst hann koma til dyranna. Nú eiga aðrir að laga
og leiðrétta, og mætti svo töluvert bjarga sögunni. Á þau Rósu
minnist ég betur síðar.
En hér erum við að kveðja miðstöð Norðurlands-kveðskapar-
ins um aldamótin 1800, — ég á við Bægisár-skáldið. Sá, sem þetta
ritar, kom að leiði séra Jóns 1861. Var mér sagt, að bein hans
hvíldu fyrir kirkjudyrum, og væri þó engin vissa, sagði maðurinn,
enda var þar slétt jörð og ekkert leiði að sjá. Petta var 42 ár-
um eftir lát skáldsins. Eg stóð svo þar um stund, árla dags í
júlímánuði, og var veður hið fegursta. Eg kvað:
Leikhnöttur lukkunnar mjög þeim hún mislynd var,
liggur í þessum reit; meir þó oft köld en heit.
Og svo bætti ég við þennan fyrri helming erindisins:
14