Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1913, Page 52

Eimreiðin - 01.09.1913, Page 52
204 arflötum var annar; Olafur Briem og flestir hans synir (auk séra Valdimars) voru líka vel hagorðir. En lítum nú aftur yfir Skagafjörð! í því héraði hefur mest- ur kveðskapur og gleðskapur frá elztu tíð átt fósturland. Fylgir það landsháttum og margskonar hagræði með félagsskap og sam- göngur sumar og vetur: vegir góðir, fagrir og sléttir ísar á vetr- um, hestakyn hið bezta, stórbýli mörg, klaustur í miðju héraði, þing í Hegranesi, og síðast, en ekki sízt, — biskupsstóll og skóli Norðlendinga á Hólum. Hvar skyldi kveðnar stökur, ef eigi hér? Hvar lífinu una? Hvar renna fáki á skeið? Og hvar yrkja man- söngsvísur eða þá ófínna gaman, þegar glens og gáskatjör tók við taumhaldinu ? Raunalegt er, hvað fátt og lítið er kunnugt af gamankveðskap Skagfirðinga. Pað er og merkilegt, hve fáar forn- sögur vér eigum úr því héraði — enga sanna heildarsögu, fyr en á 13. öld eða litlu fyr. Síðan og fram á 14. öld ber á fám hér- uðum meira en Skagafirði. Hér var aðalsvið Guðmundar góða, Ásbirninga og Sturlunga, og háðar mannskæðustu orustur þeirra tíma og hin versta brenna fór fram í Blönduhlíð. Mælihnúkur himinhái, héraðsjöfur fagurblái, er ei sem mín augu sjái alt, sem blasti móti þér: Fjörðinn, V'ötnin, Hólminn, Hlíðar, hamra, tún og elfur stríðar, vetrargljár og grundir fríðar, gullna svani, hrafnager, förukonur, hrausta hali, helgar kirkjur, blóðga vali, bjartar meyjar, brúðarsali, brennivarga grimman her. — Hver einn bær á sína sögu, sigurljóð og raunabögu. Tíminn langa dregur drögu dauða og lífs, sem enginn reit. Og eitt af kotum Skagatjarðar á sér sína sögu: Bóla Hjálm- ars! En ekki orti Hjálmar, eins og áður er sagt, fyrstur keskin ljóð í Skagafirði. Grettir gamli og ótal síðar urðu til þess. Hitt má heldur segja, að honum fór eins og Agli í höllu Eiríks blóð- öxar, sem þegar hann hóf að kveða »fékk hljóð«. Hann flutti með sér nýjan og rammari kveðskap en þann, er menn höfðu vanist; og þótt hann oft væri níðskár og meiri hluti kviðlinga hans hvorki góðgjarn né allur lýtalaus, var sem aðrir hagyrðingar héraðsins hljóðnuðu við kraft hans og kergju. Og lítt gegndu þeir kveðskap hans, sem færastir voru þá í nágrenni hans, þeir Espólín, Gísli Konrdðsson, séra Hannes d Ríp eða séra Pétur d Víóivöllmn. Hjálmar var alla æfi ódæll og áleitinn í kveðskap, sérstæður að orðfæri og efni, sótti ekki kenningar langt yfir skamt,

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.