Eimreiðin - 01.09.1913, Page 53
205
heldur kunni manna bezt að smíða samlíkingar og dæmi úr »heima-
högum«, jafnvel búri og eldhúsi. Tókst honum það svo vel, að
öllum verður fast í minni, svo nýtt er það og frumlegt, skopið og
alvaran ofið saman af mikilli list. Miklu var hann og skapstærri
en sveitungar hans, og heiftúðugur, þegar því var að skifta. Pví
segi ég í stöku eftir Hjálmar:
Bólu-Hjálmar baldinn risti ól úr málmi hnýtta hristi
blóðgar rúnir heimskum lýð; hjartalausri nirfils-tíð.
Pó má vera að síðasta hendingin sé heldur frek, því af hinni
nýju æfisögu Hjálmars virðist sem Skagfirðingar hafi eigi að
jafnaði farið ver með hann, en hann sjálfur vann til. Hitt má
harma, að allur fjöldi alþýðu skyldi svo lítið kunna að meta yfir-
burði skáldsins og innri kosti. Pví af hinum betri og alvarlegri
kvæðum hans má glögglega finna, að hann hefir búið yfir heitum
og sterkum tilfinningum og átsríðum, sem eins gátu fram komið
í fögrum ljóðum sem ádeilum. Menningarsnið Skagfirðinga stóð
um þær mundir lítið hærra en annarstaðar, þrátt fyrir það, að
skamt var »heim að Hólum«, enda var þá Hóladýrðin dauð og
og köfnuð í kotungsskap og vesaldómi; var þá sem fæstir fyndu
til skaðans, því engin saknaðarljóð eru mér kunn eftir gömlu
Hóla. Og þó lifði þar nokkur menta-andi í lofti. Pað sýndi séra
Pétur á Víðivöllum, Gísli Konráðsson, Einar á Mælifelli, séra Jón
Konráðsson — að ég ekki nefni Jón Espólín, konung héraðsins
á því tímabili í sagnafræðum. Hann var Eyfirðingur að uppruna.
Húnvetningar áttu þá og marga gilda menn og góða bú-
hölda frá tíð ísleifs sýslumanns Einarssonar, enda varð Björn
Blöndal honum líkur að skörungsskap; veitti og ekki af dugleg-
um valdsmönnum þar, því töluverð siðaspilling og órói lá þar í
landi; kastaði þó ekki tólfunum, fyr en Natan var myrtur. Meira
ódæði af 18 vetra pilti og vinnustúlku hefur aldrei verið unnið
hér á landi, svo sögur fari af. — En hvað kveðskap Húnvetninga
snertir, voru þar hagyrðingar í öðruhverju húsi, eins og annar-
staðar á Norðurlandi, en þó engir afburðamenn. Rósa, sem mesta
hafði gáfuna, var úr Eyjafirði, en þar vestra gerðist mest af sögu
hennar. Vísa ég hér til hennar, og skal taka það eitt fram, að
nauðsynlegt er að safna miklu fleiri ljóðmælum Rósu, en sagan
nefnir og tilfærir, því að þau hljóta að finnast, ef vel er leitað.
Hún hefur verið furðu-vel gefin og undireins valkvendi. Hvað
hefði mátt verða úr öðru eins atgervi, hefði hún notið hæfilegs