Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1913, Page 54

Eimreiðin - 01.09.1913, Page 54
206 uppeldis? — Natan, sá er myrtur var, vinur Rósu, var og hag- orður vel, og hefði vel mátt verða merkilegur listamaður á vor- um dögum. Guðmunditr Ketilsson, bróðir hans, þótti og hinn hagorðasti maður. Eftir hann er stakan: Smettu-rýju rak í Vog, nettar tíu álnir og rétt upp í hann Sigurð, ettir því á digurð. Eftir einhvern hinna hagorðu Guðmunda í Húnavatnssýslu er þessi vísa (að sögn um Níels skálda): Mér varð á, sem margur fann, að ég skyldi andskotann meir en lítil skyssa, ófyrirsynju kyssa. Ljóðabréf, rímur, kviðlingar og stökur voru þá dagleg skemt- un í nálega öllum norðursveitum; þótti og ávalt fremd, ef menn voru hagmæltir, enda var sjaldan skortur á skáldunum, þó einn kæmi öðrum meiri. Allir skapaðir hlutir voru hafðir að yrkisefni, þar sem sú skemtun stóð í blóma, — eins og enn eru sumstaðar dæmi til, þótt nokkuð sé nú tíðin breytt og kröfurnar orðnar stærri, eins og fyrirmyndirnar. Pví ávalt líta alþýðuskáldin upp til »lærðu« skáldanna og taka sér, þótt hægt fari, fyrirmyndir. Pó eru þau seinni á sér að breyta til um form og háttu, ef mikil umbreyting í þeim efnum kemur ofan að eða utan frá, og geng- ur þá stirt og seint í fyrstu með hinn nýja stíl. Svo fór eftir siðabótina, þegar hinn þýzki sálma og söngijóða-kveðskapur hófst; sést það bezt í sálmaljóðum »Vísnabókarinnar« eldri, Genesis- sálmunum og Grallara-útgáfunum. Bezta skáldið eftir siðaskiftin, séra Einar í Eydólum, gekk einna bezt fram í því, að koma ís- lenzku lagi á pýzkan sálmakveðskap, og tókst þó misjafnt. Úr Genesissálmum má og til dæmis taka þessar hendingar, sem ég man frá bernskutíð minni: Esaú ættarlið eg kem því ekki við á hér að skrifa; í ljóð að klifa. Aftur buðust ný yrkisefni og með breyttu máli og sniði, þegar Eggert Ólafsson hóf að kveða sinn framfarasöng, til að vekja aftur hug og dug þjóðarinnar. Peim kvæðum var lítið sint alla hans öld, enda voru ekki prentuð fyr en komið var fram á hina 19. Einungis helztu menn og helztu skáldmennin tóku við áhrifum hins mikla manns, og þó fáir verulega fyr en Fjölnis- menn komu til sögunnar. Þeir tóku beinlínis upp stefnukröfur Eggerts. En sömu fyrirbrigðin sýndu sig enn: hið nýja var of nýtt í fyrstu og þurfti að b rj ó t a sig. Peirri stefnu fylgdi og,

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.