Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1913, Page 60

Eimreiðin - 01.09.1913, Page 60
212 ur, sakir þess, hve óskynsamlega það er höggvið og gegndarlaust beitt. Graslendið er nagað og sorfið, og árlega sparkað og sundurtroðið af hestum ferðamanna og öðru búfé. Jarðrask og gagnslaus nývirki hafa umturnað fornum og merkum menjum. Yfirleitt ekkert hirt um það, þó að alt sé atað og sundurtætt af gestum og gangandi. Er því ekki annað sýnna, en að fornhelgi þingstaðurinn — shjarta íslandsc — verði eftir fáa áratugi sundurtættur og gjöreyddur gróðri, og hlað- inn afskræmdum nývirkjum. Búðarrústirnar fornu niðurtroðnar af hesta og manna fótum, svo ekki standi þar steinn yfir steini. Væri oss það lítill sómi, að skila eftirkomendunum f’ingvöllum þannig útleiknum, vitandi, að vér höfum lagt ósvikinn skerf til eyðileggingar hans, á með- an vér þó erum að varpa yfir hann dýrðarljóma í ógleymandi ljóðum. Að vísu gengur ekki Þingvallaland öllu meira úr sér, en hver önnur samskonar bygð jörð á landinu. En það er í sjálfu sér engin afsökun. Að náttúrugæðum jarða er spilt af manna völdum, kemur af hinni algengu skoðun þeirra manna, sem hafa eignar eða notarétt á jörðunum, að þeim sé jafnheimilt að eyða náttúrugæðunum, eða jafn- vel uppræta þau algerlega, ef þeim býður svo við að horfa, eins og að rækta þau og halda þeim við. Um meðferð þingvalla er því ekki einum um að kenna, heldur öllum. II. Víða í löndum eru stofnaðir pjóhgarðar í líkingu við þjóðskemti- garðinn merka og alkunna í Bandaríkjunum í Vesturheimi. Valdir eru landshlutar undir þjóðgarðana, sem einkennilegir eru, eða þar sem landslag og jurtagróður eru einkennileg að fegurð. Þjóðgarðarnir eru friðhelgir reitir. Engum er leyft að deyða þar nokkra skepnu, né skemma jurtagróðurinn. Náttúran fær algerlega að njóta sín, óspilt af hálfu mannsins og alidýra hans. Þjóðgarðar þessir eru flestir þjóð eignir og opinberir skemtistaðir almennings, — »til gagns ok gleði fyrir þjóðina«, eins og komist er að orði um þjóðgarðinn fræga ( Banda- ríkjunum. í Sviss er fyrir skömmu stofnaður allstór þjóðgarður í dalverpi einu fögru og einkennilegu, ( því skyni, að vernda náttúrugróðurinn og frumgróður landsins á því svæði, sem hann nær yfir, t. d. ýmiskonar tré, grös og blóm. f’ótt upprætt séu þau annarstaðar á landinu, má sjá þau innan vébanda garðsins óspjölluð og þroskavænleg. Ennfrem- ur er sá tilgangur með stofnun garðsins, að laða útlenda ferðamenn að landinu, og veita með því peningastraum inn í landið, enda eigi ólík- legt, að menn fýsi fremur þangað, er þeir eiga kost á að skoða nátt- úruna og njóta fegurðar hennar, en þar sem hún er rænd og rupluð sínum fegursta skrúða. Þingvellir við Öxará væri sá staður, sem framar öllum öðrum stöðum hér á landi ætti skilið að vera gjörður að þjóðgarði Islands, ekki einungis sökum þess, hve náttúran þar er einkennileg og fögur, heldur líka vegna hins, hve merkur og víðfrægur sögustaður hann er, enda væri þá minningu hans sem sögustaðar að verðleikum haldið á lofti um aldur og æfi, ekki einungis í orði, heldur líka á borði, og slík ræktarsemi þjóðinni til sóma.

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.