Eimreiðin - 01.09.1913, Page 61
213
Landslagsfegurð hafa l’ingvellir á borð við flesta eða alla þjóð-
garða, að undanskildum þjóðgarðinum mikla í Bandaríkjunum; og sem
sögustaður tekur hann þeim öllum fram.
f’jóðgarður íslands gæti I’ingvöllur því að eins orðið, að afmörk-
uð væri landspilda umhverfis hann með traustri og gripheldri girðingu,
er bægði öllum alidýrum frá landinu, sem á einhvern hátt skemma
það eða gróður þess. Mætti hið afmarkaða svæði eigi minna vera en
svo, að það tæki yfir hraunið milli Almannagjár og Hrafnagjár. Er
svæði það að miklu leyti afgirt frá náttúrunnar hendi, nema að norð-
austan. Innan þessara takmarka ætti þá að vera griðastaður öllum
jurtagróðri, fuglum og eggjum þeirra, og jafnvel hreindýrum og öðrum
villidýrum, ef þau mætti þar nokkur geyma. Ennfremur ætti þangað
að safna öllum innlendum jurtum, sem ekki eru þar fyrir, og sömu-
leiðis útlendum, ala þar upp trjátegundir ýmsar, sem vissa er fyrir að
þrifist geti á bersvæði hér á landi sjálfala og sjálfkrafa, en sem eru til
mikillar nytsemdar og prýði.
III.
Frá því að landið bygðist, og alt fram á þennan dag, hafa ís-
lendingar drjúgum unnið að því að uppræta ýmsan gróður og önnur
náttúrugæði landsins, án þess að gjöra sér nokkra grein fyrir því,
hverjar afleiðingar slíkt mundi hafa í framtiðinni. Eyðingarfýsnin og
drápgirnin keyrir oft svo úr hófi, að varla geta menn litið svo fugl,
jurt eða fisk, að ekki vakni hjá þeim löngun til að drepa það eða
uppræta.
Eftir því sem veiðivélarnar taka framförum og dráptólin verða
fullkomnari og almennari, því skjótara eyðist dýraríkið í náttúrunni.
Og síðan byssan kom til sögunnar geta menn ekki á sér setið, —
sumir hveijir að minsta kosti, — að hafa hana með sér í hvert sinn,
þegar út er farið af heimilinu, ef ske kynni, að færi gæfist á einhverj-
um saklausum fugli, til að murka úr honum lífið, eða, ef ekki vill bet-
ur til, að særa hann svo, að hann deyi kvalafullum dauða einhvers-
staðar úti á víðavangi. Oftast er tilgangurinn með slíku háttalagi, ekki
annar en sá, að skemta sér, og fullnægja þessari dýrslegu ránhvöt.
Náttúrugæði landsins bera nú líka sorglegar menjar hinnar óseðjandi
drápgirni manna og gróðureyðslu. Víða eru nú gróðurberir eyðiflákar
í hlíðum og dölum, sem áður voru þaktir þéttum og gróðursælum skógi.
Þar sem áður voru fiskisælir firðir, ár og stöðuvötn, verður nú aðeins
vart við stöku bröndu í samanburði við það, sem áður var, þegar hver
vík og vogur, ár og lækur var fult af fiski. Hið sama má segja um
fuglana, bæði á landi og á sjónum kringum strendurnar. Hóparnir,
sem fyr á öldum liðu um loftið eins og skýflókar, eða sátu í stórum
breiðum á sjó og landi, eru nú að kalla má algerlega horfnir, og ein
fuglategundin (geirfuglinn) þegar upprætt, og margar á leiðinni að sama
markinu. Ásælnin eftir gæðum náttúrunnar er jafnvel svo rótgróin í
meðvitund sumra manna, að lög og fyrirskipanir eru oft að vettugi
virt, til þess að fullnægja drápgirninni og eggjaráninu.
Þótt ekki væri stærri blettur en landið umhverfis í’ingvelli tekinn
og gerður að þjóðgarði, þar sem griðastaður væri fenginn jurtagróðri,