Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1913, Síða 64

Eimreiðin - 01.09.1913, Síða 64
2IÖ frægðarbjarminn, sem skinið hefur frá þeim yfir þjóðina á síðustu öld- um. Því skærustu geislarnir hafa einmitt stafað frá þessum stað — alþingisstaðnum forna. Vér getum ekki reist merkustu forfeðrum vorum minnisvarða úr marmara eða málmi, enda líka gagnslaust; en hitt gætum vér, — og væri vel til fundið — að sýna þeim ræktarsemi vora með því, að gróðursetja tré og jurtir, og vernda þau, á þeim stað, er þeir álitu fegurstan og helgastan á öllu landinu. Þá fyrst væru Þingvöllum gerð full skil, er þeir væru gerðir að þjóðgarði Islands, ritað ágrip af sögu þeirra, og gjörður af þeim full- kominn uppdráttur og náttúrulýsing. Þeir, sem ekki hefðu séð Þing- velli og ættu ekki kost á því, gætu með því móti gjört sér ljósa grein fyrir sögu þeirra, landslagi og náttúrufegurð. Nú á dögum er mikið skrafað og ritað um ættjarðarást, þjóðrækni og sjálfstæði; en þá fyrst eiga þessar tilfinningar rætur hjá þjóðinni,— og er mark á þeim takandi —, er hún sýnir í verkinu, að henni er ekki sama, hvernig fer um fegursta og frægasta sögustað landsins — hj artastaðinn. GUÐM. DAVÍÐSSON. Þj óðgarðstillagan. Hugmynd herra Guðm. Davíðssonar: áb gera Þingvelli að frib- lýstum pjóbgarhi, er svo góð, að hún á fyllilega skilið, að um hana sé rætt, enda ekki vanþörf á, ef nokkuð ætti úr því að verða, að koma henni í framkvæmd. Því hér kemur æðimargt til athugunar, sem höf. minnist alls ekki á. Á Þingvöllum er kirkja og prestssetur og víðar bygð í Þingvalla- hrauni. Hvað á að gera af þessum bæjum? Kaupa þá og leggja niður, mun höf. svara. En hve mikið fé þarf þá bæði til þess og til þess að girða alt landið, planta þar tré og jurtir, verja það og hirða? Hve mikið stofnfé í eitt skifti fyrir öll, og hve mikið til árlegra út- gjalda? Um þetta vantar alla áætlun hjá höf., og hann minnist held- ur ekkert á, hvaðan féð eigi að koma. En fénu rignir nú einu sinni ekki niður úr skýjunum, þó galað sé upp í loftið! Það er því nauð- synlegt að sýna fram á, hver ráð séu til að afla fjárins. Að því er trjáræktina í hinum fyrirhugaða þjóðgarði snertir, þá hefði mátt búast við, að höf. hetði minst eitthvað á, hvemig þau tré hafa þrifist, sem þegar hafa plöntuð verið á Þingvöllum, og nú staðið þar í allmörg ár, ef enn er líf með þeim. En um þetta er ekki eitt orð hjá höf., og er það næsta kynlegt, ef þessi tilraun hefir vel tek- ist; því sú reynsla væri þá fyrirtaks sönnun fyrir því, hvað gera mætti framvegis. En hafi tilraunin mishepnast, var ekki sfður ástæða til að

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.