Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1913, Page 66

Eimreiðin - 01.09.1913, Page 66
218 setja þá, en að sökkva oss niður í hugleiðingar um orsakir þeirra og afleiðingar, og því síður um insta eðli og tilgang tilverunnar i heild sinni. Mönnum hefur fundist slíkar hugleiðingar óþarfi, og alment hefur verið álitið, að heimspekin væri vísindagrein, er væri svo tjarstæð dag- legu lífi, og svo fráleit »heilbrigðri skynsemi«, að hún hlyti að fara fyrir ofan garð og neðan hjá öllum öðrum en þeim, er hefðu gengið í einhvem svartaskóla — eða væru sérvitringar. Ef til vill hefur það stuðlað að þvl, að skapa þessa skoðun á heimspekinni, að þeir einu tveir menn, er til muna hafa fengist við heimspekileg vísindi á íslandi, Bjöm Gunnlaugsson og Hannes Árnason, munu báðir hafa verið frem- ur hjárænir í ýmsu dagfari, og þarf sjaldan meira í augum almennings til að firra hann sjónir á öllum þeim andans auði, er bak við kann að búa. l’etta á ekki fremur heima um oss íslendinga en aðrar þjóðir; það er víðast pottur brotinn í þessu efni. Til dæmis má taka, að einhver frumlegasti heimspekingur Dana, Sören Kierkegaard, var tíðum lagður í einelti af götustrákum og átti fremur lítilli samúð að fagna hjá þorra manna í lífinu. En nú er öldin önnur. »Nú skyldi ég hlæja, væri ég ekki dauður,« gæti hann sagt, því nú er hann haf- inn upp til skýjanna og ioo ára afmæli hans gert sem veglegast á allar lundir. f>að er því alls eigi óþarft verk, að starfa að því að breyta skoð- unum manna á heimspekinni og reyna að færa þeim heim sanninn um, að hún hvorki sé nein grýla, er geri menn að andlegum umskift- ingum, né heldur svo háfleyg skýjadís, að hún eigi ekkert skylt við mannlífið, — heldur þvert á móti helzta aðstoð og hjálparhella allra þeirra, er vilja reyna að brjóta hlutina til mergjar og skapa sér rök- studdar skoðanir á tilverunni. Með bók sinni »Hugur og heimur«, er út kom í haust, hefur dr. phil. G. Finnbogason lagt hér orð í belg, og honum hefur tekist það mætavel. Bókin hefur marga þá kosti, er nauðsyn krefur, til að segja megi um hana, að hún sé í bezta skilningi alþýðleg. Málið er létt og lipurt og frásögnin svo greinileg, að hvert barnið getur skilið hvert ein- stakt atiiði án frekari skýringa. Eitt af því, er gerir bókina hvað mest aðlaðandi fyrir alþýðu, eru hinar fjölmörgu og að jafnaði einkar vel völdu samlfkingar höf. Sést þar hvað bezt, hve góða hæfileika höf. hefur til að vera spámaður þessa nýja fagnaðarboðskapar, sem heim- spekin getur verið — ef vel er með hana farið. Honum hefur verið það fullljóst, að engin ný speki getur numið land í hug almennings, án þess að tengjast trygðaböndum við þær hugsanir, er þar búa fyrir, og þær tilfinningar, er frá alda öðli eiga sér bólfestu í manneðlinu. Bókin er sem sagt rituð fyrir almenning og frá alþýðlegu sjónar- miði. Þessvegna skýrir höf. skoðanir sínar með ótal skáldlegum til- vitnunum og skírskotar eigi sjaldan, ef um ágreiningsefni er að ræða, til almennrar »heilbrigðrar skynsemi«, eða þá stundum í reynslu manna, sem naumast geta haft þá sérþekkingu eða þá sjálfsgagnrýni, að orð þeirra mundu þykja góð og gild vara, ef þau væru mæld eða vegin á stiku eða vog vísindanna. En þetta er fyllilega réttmætt í alþýðlegu riti, því eina krafan,

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.