Eimreiðin - 01.09.1913, Síða 71
223
des) og fjórði samhljómurinn tvö es (f. c.). í 4. takti 3. lagsins ætti
síðasti samhljómurinn að vera g, ec (altinn tvískiftur), g, b (f. g, f, g,
h), og í 5. takti fyrsti samhljómurinn að vera c, fc (altinn tvískiftur),
f a (f. c, e, g, c). h. W.
PÉTUR GUÐMUNDSSON: ANNÁLL NÍTJÁNDU ALDAR. 1..
h. Akureyri 1912. (Verð 1 kr.)
Annáll þessi er algerlega sniðinn eftir Árbókum Espólíns, að eins
fyllri en þær. Þetta fyrsta hefti nær ekki yfir nema 7 fyrstu ár ald-
arinnar, og er þó 6 arkir. Má af því sjá, hvílíkt bákn ritið yrði, ef
áframhaldið ætti að verða að sama skapi út alla öldina, eða þó ekki
væri nema til 1850. Sonarlega er það gert af herra Hallgrími Péturs-
syni, að ráðast í að gefa út þetta ritverk föður s(ns, Grímseyjarprests-
ins, sem margir mundu hafa gaman af að eignast. En reynast mun
það efnalitlum einstaklingi um megn, að gefa út slíkt rit. Bókmenta-
félagið ætti að gera það. En gaman væri að sjá næsta hefti, frásögn-
ina um Jörund hundadagakóng o. s. frv. y G.
NIÐJATAL Þorvalds Böðvarssonar, prests að Holti undir Eyja-
fjöllum, og Björns Jónssonar, prests í Bólstaðarhlíð. Útgefandi Th.
Krabbe. Rvík 1913. (Verð 2 kr.)
Rit þetta nær bæði yfir Þorvaldsættina og Bólstaðarhlíðarættina,
enda renna þær mjög saman, því mestöll Þorvaldsættin er líka komin
af Birni í Bólstaðarhlíð. Er þetta orðinn svo mikill ættbálkur, að bók-
in á vísa nóga kaupendur, þó engir keyptu hana aðrir en ættingjarnir.
Og líklega verða það ekki margir af þeim, sem geta stilt sig um að
kaupa hana, — til þess að vita, hve mörgum merkismönnum þeir séu
skyldir. y G.
SÓTTVARNABÓK. Almennar reglur um varnir gegn útbreiðslu
næmra sjúkdóma og sótthreinsunarreglur. Rvík 1912.
Kver þetta, sem er samið af landlækni og gefið út á kostnað
landsjóðs, er bráðnauðsynleg handbók fyrir hvern mann, enda líkleg
til að gera mikið gagn, þar sem framsetningin er svo einkar skýr
og Ijös. V. G.
BOGI TH. MELSTEÐ: ÍSLENZK SMÁRIT HANDA ALÞyÐU.
I—II. Khöfn 1913.
í þessum 2 heftum, sem út eru komin, og sem kosta 50 aura
hvert (en fást þó einnig á íslandi innheft saman fyrir 75 au.), eru í
hinu fyrra »Lilja«, hið fræga kaþólska kvæði Eysteins Ásgri'mssonar,
sem próf. Finnur Jónsson hefur búið til prentunar, og í hinu síðara
»Réttur íslendinga í Noregi og Norbmanna á íslandi d dögum ■þjó’b-
veldisinst, eftir útgefanda smáritanna sjálfan.
Sérlega alþýðlegt er hvorugt þessara rita. «Lilja« hefur hlotið
allmikla frægð, en þó altof mikið verið af því kvæði geipað; því þó
framsetningin sé blált áfram, mælskan allmikil og snildarlegar vísur
innan um, þá er kvæðið þó víða stirt kveðið og hendingar skakkar,