Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1919, Síða 1

Eimreiðin - 01.07.1919, Síða 1
EIMREIÐIN] 129 Orkugjafar aldanna. Ný Paradís í vændum? I. Mig langar til að bjóða lesandanum með mér bæjar- leið. Miklar kyrsetur eru óhollar. Eg ætla ekki óskaplega langt, en þó svo langt, að vissara er að láta eitthvað á höfuðið á sér. Hefði eg ætlað til þeirra alda, er eittgi var, var at sól né sær, né svalar unnir, þá hefði eg ráðið les- andanum til þess að láta sokkana utan yfir, og fara í ein- hverja skjólflík. En eg ætla ekki nærri svo langt. Eg ætla ekki lengra aftur í tímann, en svo sem 500,000 ár, og ekki Iengra í rúminu, en suður á mitt Þýskaland. — Fjöllin eru þá fædd fyrir langalöngu, grös og stórir frumskógar klæða löndin, sem þá voru alt öðruvísi í laginu, en þau nú eru. Sumstaðar þar, sem þá var land, er nú sær, og djúpt til botns, en á öðrum stöðum er hafsbotninn, sem þá var, orðinn að þurlendi. Þá voru mannanna börn fyrir löngu komin á legg. Eg segi ekki, að mennirnir hafi verið komnir til sögunnar, því saga, mannkynssaga, var þá ekki til; og þó var þá til saga, jarðsaga, sem landritararnir Eldur og Ægir og fleiri jötnar krotuðu með tröllaletri sínu jafnóðum og hún gerðist; það letur eru vísindamenn nútímans fyrstir að læra að lesa og þýða. Þetta tröllaletur eru fjöllin og jarðlögin með ýmsum leifum dýra og jurta, sem þar hafa geymst um þúsundir ára. En erindið var dálítið annað, en að grúska í því letri. Við beislum því gandinn og leggjum á stað. Þetta er ekki lengi farið á slíkum gæðing. Við förum af baki í skógar- rjóðri á árbakka suður á Þýskalandi. Skamt frá okkur er eitthvað á hreyfingu; þar eru menn á ferð, en kyndugir náungar eru það. Hár og skegg er mikið og úfið. Ennið er lágt og afturdregið. Brýr eru miklar og loðnar, og er sem kjöt eða fituklumpur hangi við þær; djúpt undir þessum skúta liggja augun; eru þau þar vel geymd fyrir 9

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.