Eimreiðin - 01.07.1919, Blaðsíða 27
EIMREIÐIN)
»LJÓS ÚR AUSTRI«
155
eins er fagurt dæmi vestrænnar nýtni og rökhugsunar,
sem er sennilega einhver órökréttasti heilagrautur í heimi,
þrátt fyrir öll þessi stativ og instrument, sem menn hafa
hreykt upp eins og beinakerlingum, svo að varla er hægt
lengur að drepa sér niður í skjóli skynsamlegrar hugsunar.
Indversku æfingarnar eru aftur á móti að mestu leyti
fólgnar í kyrð, vissum stellingum líkamans, rósemi hug-
ans og reglubundinni öndun. Þær fullyrða, að maðurinn
sé andlegur kraftur og taki á hverju augnabliki móti sams-
konar krafti frá umheiminum. En þessum dýrmæta fjár-
sjóði eyðum vér í allskonar gauragang, at og erjur, fitl og
tvístig, tilgangslaust ráp, kapphlaup eftir stundlegu glingri
og andlausan kjaftavaðal, í stað þess að beita honum í
ákveðnu markmiði til viturlegra hugsana, skynsamlegra
framkvæmda og eflingar andlegrar og líkamlegrar heil-
brigði. Megnið af kraftinum fer með öðrum orðum út í
veður og vind vegna vanþekkingar á lögmálum náttúr-
unnar, ills uppeldis og dýrslegra kækja, en vér húkum
eftir nervösir og lémagna eins og móðir smalahundar,
máttvana gagnvart skráveifum líkama og sálar og hlutun-
um í kringum oss. Það er engum vafa undirorpið, að
reglulegir Yoga-iðkendur komast margfalt lengra í andleg-
um og líkamlegum yfirburðum heldur en vestrænir íþrótta-
boltar. Hjartabilun eða nervösitet hefir Yoga aldrei í för
með sér. — Eg skal ekki fara nánar út í þessa sálma að
svo komnu máli, þótt eg gæti staðfest ummæli mín með
fjölda vitnisburða. En eg vil segja í stuttu máli frá því,
sem Yoga hefir látið mér í té. Eg geri auðvitað ráð fyrir,
að ýmsir beri brigður á vitnisburð minn eða segi að
minsta kosti sem svo: Þessu trúi eg ekki fyr en eg tek á
því. Það er mannleg náttúra að trúa ekki öðru en því,
sem komið er í hefð að trúa. Sannleiksgildi hlutanna er
komið undir aldri þeirra. Þorri manna inntekur sannleik-
ann í tykt. Aðrir munu láta vitnisburð minn »liggja milli
hluta«. Sú hæverska hugsunarörbirgð er eitt af því, sem
þykir orðið fínt nú á tímum, til þess að forða sér frá
kafhlaupi. Það er eitt af menningar-einkennum þessarar
aldar, að drepa titlinga framan í dulrænar staðreyndir úr