Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1919, Blaðsíða 13

Eimreiðin - 01.07.1919, Blaðsíða 13
EIMREIÐIN] ORKUGJAFAR ALDANNA 141 agnir væru með öllu ódeilanlegar. Nú kom það í ljós við þessar nýju og nákvæmu rannsóknir, að þessar frum- agnir voru hver um sig svolítill heimur útaf fyrir sig, og hann talsvert margbrotinn, heimur, sem mannlegur máttur gat látið leysast sundur, farast, og við þá sundurlausn eða heimslok atómsins losnaði eins og úr læðingi orka, sem steinkolaorkan var í samanburði við eins og barn hjá risa. — í sambandi við uppgötvun þessa nýja orkubera, geislamagnsins, hefir Soddy, er eg nefndi, skrifað nýja sköpunarsögu, sem eg ætla þó ekki hér að fara út í. Endar hann þá sögu sína á því, að bera saman þessi tvö stærstu menningarstig á æviferli mannkynsins, stig, sem hundruð þúsunda ára liggja á milli, eldsóknina, eða eld- fundinn, og geislaorkuíundinn. Minnir hann á það, er eg áður drap á, að vér stöndum nú gagnvart geislaorku efnisins jafnundrandi, og jafnófróðir um eðli hennar, eins og mennirnir fyrir hundruðum þúsunda ára um eldinn og verkanir hans. En þó vér skiljum enn lítið í hinni nýju geislaorku og kunnum lítt hana að nota, þá er þó óneitanlega huggun í því, að vita af þessum nýja orku- bera, vita af honum í efninu í kringum okkur, einmitt um sama leyti og oss er sagt að þeir orkugjafar, er borið hafa á herðum sér menningu nútímans, séu í þann veg að ganga til þurðar. Öldin sem leið endaði með myrkri; nú or þó óneitanlega geislaskíma fram undan. Og ekki þarf að bera kvíðboga fyrir því, að látið verði undir höfuð leggjast að rannsaka sem best þetta nýja efni, afla sér þess og læra að færa sér það í nyt. VI. Við höfum nú verið að móka í humátt á eftir tíman- um; eg held að við verðum nú að herða reiðina og taka svolítinn sprett fram úr honum. Mig fyrir mitt leyti langar til að hlusta á háskólakennara, sem um miðja þessa öld er að halda fyrirlestur um radíum. Hann hefir í augsýn áheyrendanna gert ýmsar tilraunir, sýnt þeim hvernig úranfrumagnirnar leysast sundur, og hvernig sú sundur- ieysing hefir í för með sér geisla- og geislaorkufæðingu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.