Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1919, Blaðsíða 57

Eimreiðin - 01.07.1919, Blaðsíða 57
EIMREIÐIN] FRESKÓ 185 aflið. Hún er vitur kona, en á rangri braut. Eg er orðlaus yfir þeim stakkaskiftum, sem hún sýnist hafa tekið, síðan hún móðgaði mig forðum með því, að bjóða mér föt að gjöf. Nú er hún ávalt jafn kurteis og nákvæm. Framkoma hennar er altaf dálítið hranaleg, það sýnist vera eðli hennar, en þó leggur hún mjög hömlur á þetta. Það er furðulegt hve marga bersögli hún þolir mér án þess að þykkjast, og mér finst hún vera farin að bera kinnroða fyrir þekkingarleysi sínu á listum, í stað þess að hún fremur miklaðist af þekkingu sinni áður. Hún hefir verið illa alin upp, og þó hefir hún sagt mér, að hún hafi frá fjögurra ára til seytján ára aldurs verið undir umsjón kenslu-kvenna frá öllum heimsins löndum, og verið troðið í sig fádæmum af allskonar kunnáttu og lærdómi, sem hún kallar rusl. En þegar hún var seytján ára losnaði hún úr prísundinni og með það hætti lærdómurinn. Síðan eru nú íimm ár. Henni þykir gaman að heyra mig segja frá yður, og hlustar með athygli á það, þegar eg lýsi því fyrir henni hve ágætur maður þér séuð og göfugur og þegar eg segi henni um heimilið mitt, sem þér hafið gefið mér í litla hlýja einsetumannskofanum yðar. Eða þá um Mörtu gömlu, sem ávítaði mig fyrir að elta hænsnin um blómagarðinn og lofa þröstunum að eyðileggja olívurnar. Hvenær skyldi eg fá að sjá alt þetta aftur? Eg er nú að mála Hylas, þegar dísirnar draga hann niður í vatnið. Eg hef engan hér, sem eg get notað að fyrirmynd þegar eg mála Hylas. Eg verð að notast við endurminningar mínar um sólbrendu smáfættu strákana suðurfrá, þegar þeir eru að busla í fjallalækjunum og reyna að veiða smábröndur. Eins er það þegar ég þarf að sýna næturhimininn, þá verð ég líka að nota endurminn- ingar að heiman. Hér er ekki um slíkt að ræða. Stjörn- urnar sjást hér ekki fimtu hverja nótt, og þegar þær sjást eru þær litlar og daprar. Ó, hvað mig langar til þess að sjá Venus einu sinni í allri dýrð sinni, eins og þegar hún blikar á tærum kvöldhimninum yfir Soracte eða snævi þöktum Leonessa tindinum!«
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.