Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1919, Blaðsíða 22

Eimreiðin - 01.07.1919, Blaðsíða 22
150 [EIMREIÐIN „Ljós úr austri“. Trúðu engu fyr en þú hefir ihugað það, en neitaðu ekki neinu fyrir það, að þú þekkir það ekki. Gautama Buddha. Nótt eina í septembermánuði árið 1914 bar mér það sviplega áfall að höndum, að eg misti heilsuna á nokkr- um augnablikum. Daginn áður varð eg ekki var neinnar heilsubilunar, var hraustur eins og eg átti vanda til, en er eg háttaði kl. 11 um kveldið, varð eg skyndilega sleginn ægilegum hjartslætti og höfuðsvima. Mér kom ekki dúr á auga fyr en kl. 6 um morguninn. Þá rann mér loks í brjóst og svaf óslitið 5 klukkustundir. Eg vaknaði aftur í sama ástandi og eg hafði hjarað í um nóttina. Eg klædd- ist samt með veikum burðum, gekk með stuðningi niður stigann og reikaði skjálfandi heim til kunningja míns, sem eg mat mikils (og met mikils eftir sem áður) og þá var langt kominn námi í læknavísindum. Eg tjáði honum þegar í stað frá sjúkleika mínum og grátbændi hann að losa mig úr þessum gapastokk hið bráðasta. Hann sagði, að það væri auðgert, — þetta væri að eins ímyndun. Mér þótti vænt um að heyra það, þótt staðhæfingin hljómaði ærið annarlega í eyrum mínum. Því næst gaf hann mér matskeið af fljótandi efni, sem sté mér þegar til höfuðs. Hjartað hægði á sér, höfuðsviminn rénaði, og ástand mitt varð vel bærilegt þá um stundarsakir. Við tókum að spjalla um skáldskap Æra-Tobba. En upp frá þessari ömurlegu septembernótt var eg samt líkamlega annar maður. Taugakerfið var auðfundið komið í megnasta ólag. Lífsfjör mitt hafði verið tekið frá mér á einni nóttu. Stundum nötraði eg sem hrísla af ýskrandi kuldahrolli, en stóð annað veifið á blístri í úrþvalri hita- mollu. Iðulega var eg ískaldur á annari hliðinni, en sveitt- ur 1 sömu andrá á hinni. Milli skinns og hörunds þutu einatt kveljandi kölduflog, líkt og rafmagnssveiflum væri hleypt upp eftir endilöngum líkamanum. Framan af degi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.