Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1919, Blaðsíða 45

Eimreiðin - 01.07.1919, Blaðsíða 45
EIMREIÐIN] FRIÐUR 173 heimskan meiri, að henda sér með lífi og sál í faðm þeirra. Því að ísland kæmi ekki íslenskt úr því faðmlagi. Eg skrifaði nýlega litla grein um hættu þá, er íslensku þjóðerni gæti stafað af stórum auknum flugferðum eftir stríðið, af því að þær flyttu þetta litla þjóðarkrýli i ná- býli við heimsþjóðirnar miklu. Ekki hefi eg orðið þess var, að nokkrum manni hafi fundist þessi viðvörun um- talsverð, og af því má marka, að augu manna eru fjarri því að vera opin fyrir þessari bættu, sem nú vofir yfir íslensku þjóðerni. Sumir héldu víst, að ég ætti við það, að einhver stórþjóð gerði út leiðangur á hendur Islend- ingum, her manns, í flugvélum! Annar maður fann aftur á móti ekkert í greininni nema vafasama málfræði! Og fiestir skjóta sér undir það skjólið, að flugvélarnar og fluglistin yfirleitt, sé svo skamt á veg komin og ófull- komin, að engin hætta sé i'ir þessari átt. Heilaga einfeldni! þetta sögðu menn líka einu sinni um gufuskip og járn- brautarlestir, bifreiðar og víst um flest nýtt, meðan það var á æskuskeiði. Flugvélarnar eru ekki nema hvítvoðungur í vöggu, svo ung er þessi list. Og þó voru þær kappar kallaðar í heimsins stærsta ófriði. Og nú hefir ein fleytt sér yfir Atlantshafið á nokkrum klukkutímum. Og ein hefir nú sést á sveiini hér yfir Reykjavík. En að menn muni nokkru sinni alment geta flogið til íslands, það þykir spekingunum hér alveg óhugsandi! Ressi er hættan sem íslensku þjóðerni stafar af fluglist, sem komin er á þroskaskeið, svo að vanda- og hættulaust verður að ferðast með þeim tækjum: Vér komumst svo að segja í nábýli við stórþjóðirnar. Þær kynnast oss og högum vorum og háttum lands vors. Fluglistin bendir stórþjóðunum gráðugu á barnið með gersimarnar, varnarlaust á almannafæri. Og ég vil segja meira. Fluglistin er ekki að eins hætta fyrir íslenskt þjóðerni, heldur fyrir þjóðerni yfirleitt. Hún
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.