Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1919, Blaðsíða 62

Eimreiðin - 01.07.1919, Blaðsíða 62
190 RITSJÁ [EIMHEIÐIN ræðunum. Eg gæti samt trúað að þakkirnar »vestan um haf« hafi verið kuldalegar. Sannleikurinn um kirkjulega ástandið þar er svo ber hjá honum — og sannleikanum verður hver sár- reiðastur. M. J. LJÓÐMÆLI eftir BENEDIKT ÞORVALDSSON GRÖNDAL, Akureyri, Fjallkonuútgáfan, 1918. Ljóðabók þessi kemur ekki vonum fyr, því að um allmörg undanfarin ár hafa altaf öðru hvoru verið að birtast kvæði eftir Gröndal, bæði í blöðum og tímaritum og svo á söngskrám, bæði frumorkt og þýdd. Hefir hann nú safnað þessum ljóðmælum saman í bók þá, sem hér er um rætt. Hún er í 24 blaða broti, 288 bls. Hvað sem veldur, finst mér kvæðin ekki eins góð nú, er þau birtast saman í bókinni og mér þótti er ég las þau á dreif. í*au, sem gerð eru undir lögum, hafa liklega unnið talsvert við tóna- sambandið. Gröndal er söngmaður ágætur og söngelskur, og hefir því kunnað, að bræða efni og lag saman. Parf ekki annað en minna á kvæðið »Um sumardag, er sólin skín«, er var á hvers manns vörum fyrir skemstu. En nú er það eitthvað þurlegra, er það gnapir þarna sönglaust á bls. 144—5 í bókinni. Og svo er um fleiri kvæðin. Pað er jöfnuðurinn, sem þreytir mig við lestur bókarinnar. Alt er sæmilegt, en ekkert ágætt. Aldrei er hnotið á götu og aldrei er heldur tekinn verulegur skeiðsprettur. Hann yrkir, eftir mínum smekk, ofmikið í einhverjum föstum stil. Jafnvel fyrir- sagnir kvæðanna eru eftir gömlum »viðurkendum« reglum: Sumarnótt, vornótt, sólarlag, fífill og annað slíkt. Ýmsra grasa kennir hjá skáldinu. Hann yrkir um fegurð nátt- úrunnar með miklum innileik og fögnuði yfir því að vera sonur svo fagurrar móður. Hann kveður ástaljóð og vísur eins og þessa: Lagði’ eg mund í mjúka hönd, meyju listugt að því gast — hneig að sundi röðuls rönd — rjóðar kysti’ eg varir fast. Eg get ekki verið að hneikslast á orðinu »listugt«, og þykir vísan góð i sinni röð. Hann kveður líka hressileg hvatningarijóð, eins og »Brautirnar« o. fl. Mér þykir fallegt kvæðið »Bygðin mín« ef til vill af því meðfram, að eg þekki vel útsýnina yfir Breiða- fjörð af Kerlingarskarði, og finn hve vel hann nær því og hve vel flétlast inn í það endurminningarnar. Par eru sögustaðir. Eg get trúað að kvæðabók þessi verði mjög vinsæl. Hún er svo laus við allan uppreisnarhug. Pau eru ekki hér ólætin í honum »Gesti«. M. J.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.