Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1919, Blaðsíða 9

Eimreiðin - 01.07.1919, Blaðsíða 9
EIMREIÐIN] ORKUGJAFAR ALDANNA 137 1—2 aldir búa komandi kynslóðir lítið að þessu flakki og flutningum; þær standa þá uppi kolalausar; klukkan er útgengin; fjöðrin slitin, og það sem verst er, engin ný fjöður til; öll dýrðin er úti; og þó að þær erfi vélarnar ganglausar, er það lítil huggun. Við mintumst á það áðan, að orka sú, er felst í kol- unum, væri að komin og ætti kyn sitt að rekja til sólar- innar; orka kolanna er í raun og veru ekkert annað en sólarorka; kolin eru að eins milliliður, og þó að milliliðir séu að jafnaði ekki taldir þörfustu þjónarnir, þá hefði þó verið talsverður skaði, að missa þann millilið. En geta þá ekki hinir máttugu menn einhvern veginn krækt sér í þessa orku, annaðhvort með nýjum milliliðum, eða þá miliiliðalaust? Pví allaf er víst þar sama velgjan. Svo kunna margir að spyrja. En, hægan, piltar! Haldið þið að fræðimennirnir sjái ekki sólina? -Jú, þeir sjá hana og vita af henni; og þeir hafa gert meira; þeir hafa hópum saman, meðal þeirra Tyndall, Siemens, Helmholtz og Thomson, gert nákvæmar rannsóknir hér að lútandi, en niðurstaða sú, er þessar rannsóknir hafa leitt til, er alt annað en hressandi eða gleðileg; hún er í fám orðum þessi: Vér lifum í heimi, sem er að deyja; vér erum staddir á heimshausti, og á eftir því hausti fer eilífur, is- kaldur heimsvetur. Alla þessa vísindamenn bar í rann- sóknum þeirra að sama brunni, að hitinn minkar, og að dauðamein jarðar verður helkuldi. það voru því ekki veruleg sólarljóð, heldur miklu fremur harmagrátur, sem vísindamennirnir sungu með til grafar öldina sem leið. — Það var meira en meðal snopp- ungur, að fá þennan boðskap, þegar véladýrðin stóð sem hæst, og mennina var í þann veginn að dreyma um það, að geta nú farið að eiga hægt og njóta lífsins í ró. Þennan boðskap, að áður en langt um liði færi að verða tóma- hljóð í kolanámunum, og þá kæmi aftur sama stritið og þrældómurinn og áður. En þó tók út yfir, er við þetta bættist sá boðskapur, að sólin væri að kólna og að því mundi reka, að ekki yrði byggilegt annað af jörðinni en eitthvert belti um miðjarðarlínuna, sem varla yrði nema
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.