Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1919, Blaðsíða 54

Eimreiðin - 01.07.1919, Blaðsíða 54
182 FRESKÓ [EIMREIÐIN ganga eftir henni með grasið í skónum, og uppskera ekk- ert annað en vonbrigði og tál. Nú hefi eg sagt yður mína skoðun með fullri hrein- skilni. Breytið svo eftir bestu vitund. Eitt langar mig til að vita: Haldið þér, að eg hafi spilt fyrir yður með því að senda Renzo til Milton Ernest? Eg þóttist vita, að hún mundi gera honum málarastarfið erfitt. En hitt datt mér ekki í hug, að hún liti við þess- um manni fremur en lækninum sinum eða prestinum. Hefi eg gætt þess of lítið, hvað fagurt andlit og »ónyx- augu« mega sín?« Hertoginn af Kingslynn, Milton Ernest til hr. Hollys, Róm: »Nei, ekki get eg skilið að nein hætta stafi af ítalska piltinum. Hann sýnist vera alveg sokkinn niður í vinnu sína. Mér þykir vænt um hann. Hann er einstaklega lað- andi, en hann er hvorki bjáni né fífl. Hann sýnist vera fádæma drambsamur betlari, og sneiðir hjá okkur eins og hann getur. Hann er víst heldur bágborinn að efnum. En það er yður nú án efa kunnugt um. Esmée gæti þá alveg eins farið að verða ástfangin af fjósamanninum sínum eins og honum. Eg vil ekki, þrátt fyrir ráðleggingar yðar, sleppa allri von. En eg veit, að þér farið með sannleika í þessu. Hún gefur sig lítið að mér, en þegar hún hættir að gefa öðrum gaum, þá kem eg. Eg kann ekki að klæða tilfinningar mínar í glæsilegt málskrúð frammi fyrir henni, og eg get ekki heldur sent henni annað eins augnaráð eins og ítalinn gerir, þegar hann er að lesa Tassó fyrir þær, en eg vildi alt leggja í sölurnar fyrir hana, og engin önnur kona er til í víðri veröld, sem eg þrái. Hún' kann að hafa einhverja ókosti, en eg sé þá ekki. Hún má fara með mig eins og skítugan skó. Samt elska eg hana og mun elska alla æfi.« Hr. Hollys til hertogans af Kingslynn: sÞér eruð hetja, Vic. minn góður! En konur hirða ekki um trygð, og þær fara reyndar með tryggu dýrkendurna eins og skítuga skó. Stundum dettur mér það í hug, að það sem þyrfti væri, að fara með hana sjálfa eins og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.