Eimreiðin - 01.07.1919, Blaðsíða 59
EIMREIÐIN]
FRESKÓ
187
þetta gerir hana að afar merkilegu sálfræðilegu fyrirbrigði.
Þetta er nú ef til vill nokkuð vísindalega til orða tekið.
En eg segi þetta svo að þér skulið vita, að það eru þessar
andstæður, sem fjötra athygli mina, og annað ekki. En
nú á þetta líka að fara að hætta. Hún er á förum héðan,
eins og eg hefi sagt yður, og líklegast kemur hún alls
ekki heim í vetur.
Hún fer frá einu góðbúinu til annars, og alt haustið fer
í þessar sífeldu heimsóknir. Enskar hefðarkonur eru eigin-
lega altaf á nokkurskonar leiksviði. Þær eru að leika hlut-
verk, sem aldrei endar: skifta um föt, sitja yfir borðum,
wskemta sér« og steyta sig upp af allskonar hnossgæti.
Mér hefir skilist það svo af þvi, sem eg hefi heyrt á tal
þeirra, að þetta sé eitthvert grunnfærasta og hégómlegasta
líf, sem unt sé að lifa, en þó hefir greifinnan sagt mér,
að í því megi einnig finna sannar nautnir. Hún segir, að
þeir, sem aldir séu upp við þessa lifnaðarhætti, geti ekki
hætt við þá.
Hamingjunni sé lof, að eg er ekki einn úr þeirra hóp.
Verið því alveg rólegur mín vegna. Eg er öruggur innan
þessarar þreföldu skjafldborgar, sem eg nefndi áðan: Fá-
tæktarinnar, sjálfsþóttans og listarinnar. Þér munið eftir
þvi, að eg unni einu sinni stúlku í París, þeirri sem eg
sagði yður frá sumarkvöld eitt, þegar við sátum í for-
dyrinu að litla húsinu yðar, og máninn stór og eldrauður
gægðist niður til okkar yfir brúnir auslurfjallanna. Hún
dó, og siðan getur engin kona, sem henni er síðri, fengið
vald yfir mér. Ástin og eg, við höfum víst fyrir fult og
alt sagt sundur með okkur. Hér verð eg víst aleinn i þessu
húsgimaldi alt haustið og veturinn, í öllum slagviðrunum
og myrkrinu. Hafl eg að eins nóga birtu til þess að mála,
þá leiðist mér ekki.
Nú er eg að mála greftrun úr goðafræðinni. En það er ekki
gott að fá fyrirmyndir hjá þessum feitu sveitabændum og
gigtveika verkalýð. Það vill til að eg hefi endurminningar
— nógar endurminningar — að heiman.
Já, besti vinur minn, sem eg á, verið viss um það, að
eg ann landinu mínu meira en svo, að eg fari að flana