Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1919, Blaðsíða 5

Eimreiðin - 01.07.1919, Blaðsíða 5
EIMREIÐIN] ORKUGJAFAR ALDANNA 133 svo sem ekkert að gera, meðan mennirnir höfðust ekkert að, annað en veiða dýr og eta þau. En svo fóru þeir smátt og smátt að gefa sig við fleiru. Þá reis Saga úr rekkju, fór í sokkana og leit út um ljórann. En hún hefði helst þurft að vera svolítið fyr á ferli; mennirnir höfðu leikið á hana; þeir höfðu t. d. lokið við pýra- mídana á Egyftalandi, er nú blöstu við auganu eins og álitleg fjöll. Hefði Saga verið fyr á flakki, hefði hún kannske getað frætt okkur á því, hvernig þeirra tíma menn fóru að því að hefja björg þau hin miklu, sem þar eru í lög lagin, hundruð feta í loft upp, og hefði það ekki verið ófróðlegt. Og nú rekur hvað annað, musterin miklu á Indlandi, súlnahallir Grikkja, dómkirkjurnar gotnesku o. s. frv., og öll þessi stórvirki eru gerð ein- göngu af mannahöndum. Vöðvar manna og dýra, er mennirnir höfðu þá fyrir löngu tekið í sína þjónustu, vinna svo að segja alt; vélar eru svo sem engar til í vökunni, en mennina er fyrir löngu farið að dreyma, óra fyrir öðrum tímum með öðru vinnulagi og meiri hvíldum. Þeir eru í anda farnir að sjá skipin þjóta um höfin, gegn stormi og straumi, án segla og ára; þá er farið að dreyma um að líða í loftinu, að sjá gegnum holt og hæðir, — en hvernig þetta má verða og hvaða kraftar hér muni verða starfandi, um það veit enginn. Við skeiðum yfir miðaldirnar, einskonar útreiðartímabil í sögu þjóðanna, er alt er á ferð og flugi; þaðan leggjum við leið okkar inn í lönd hinnar nýju sögu; er lítt fýsi- legt að hafa þar fyrst um sinn langa dvöl; kveður þar alt við af trúarbragðastælum og pexi, skvaldrið og gargið líkast eins og í fuglabjargi, og alt botnlaust, eins og á hreppsfundum. Þjótum við þar fram hjá á harðaspretti, en förum eftir litla stund af baki hjá unglingspilti, sem í mesta máta er að kynda undir vatnskatli og fá upp suðu; hefir hann troðið tappa í stútinn, en bundið lokið niður með járnvír. Hvað á það tiltæki eða sú rælni að þýða? Jú, pilturinn er hvorki meira né minna að hafast að, en það, að finna og kanna gufuaflið, sem síðan hefir svo að segja umskapað heiminn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.