Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1919, Side 7

Eimreiðin - 01.07.1919, Side 7
EIMREIÐIN] ORKUGJAFAR ALDANNA 135 gömlu sólargeislum, er orkumest, sterkust, og eru það óefað Englendingar; næstir þeim fara svo Bandaríkjamenn og Þjóðverjar. Það er hvort sem annað, að góður er nauturinn að orku kolanna, þar sem sólin er, enda er orkan mikil. Hafa nákvæmar rannsóknir verið gerðar þar að lútandi, kolin mulin sandsmátt, sett í járnhylki og látin brenna þar í hreinu súrefni. Meðan brenslan hefir farið fram, hefir járnhylkið verið látið liggja í mulnum ís, og hefir við þessar tilraunir komið í ljós, að tvípund af bestu kolum geymir í sér hvorki meira né minna en 8000 hitaeiningar; en hitaeining er sú orka nefnd, er hitað getur tvípund af vatni um 1 stig á Celsius; en sú orka jafngildir aftur þeirri vinnuorku, er þarf til að hefja tvípundsþunga 424 metra í loft upp. Tvípund af bestu kolum, er notað væri út í ystu æsar, geymir því í sér vinnuorku, er lyft gæti þessum sama þunga 3000 kílómetra í loft upp, eða kastað honum sem svarar héðan langt suður á Frakkland. Þetta er enn eftir af. sólargeislunum, sem um hundruð þúsunda’ ára hafa geymst á svörtu flöskunum í kjallara náttúr- unnar, og þennan kraft erum vér að nota til að knýja gufuvélar nútímans; en því miður fer svo mikið af þess- ari orku forgörðum við brunann. — Það, sem þúsundir manna áður sveittust blóðinu við, það leikur nú einn maður sér að gera, með því að snúa svolitlum hana á gufuvélinni, eða öðru áreynslulitlu handarviki. Á nokkr- um áratugum hafa orðið meiri breytingar í heiminum, en á þúsundum, já, tugum þúsunda ára áður, og standa þær flestar í beinu eða óbeinu sambandi við kolin og gufu- vélarnar. En skuggalaust er þetta þó ekki. Eins og eg sagði áðan, þarf eldurinn að eta, og aðalmaturinn eru kolin; en kolin vaxa ekki né aukast; þau eru fyrningar, sem við erum að ganga á, og eyðist það, sem afertekið; og þegar aldrei er bætt neinu við, þá fer svo á endanum, að alt etst upp. Þetta var, eftir miðja öldina sem leið, áhyggjuefni þeirra, er horfðu fram. »Hve lengi munu kolin endast?« var spurning, er hærra og hærra lét til sín heyra.

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.