Eimreiðin - 01.07.1919, Blaðsíða 24
152
»LJÓS ÚR AUSTRI«
1EIMREIÐIN
kynna mér »Mína aðferð«. Eg las bókina vandlega og
fékk síðan frekari tilsögn hjá einum kunningja mínum í
líkamsæfingunum. Síðar fekk eg lærðan iþróttakennara til
þess að leiðrétta mig í ýmsum smávillum, sem mér höfðu
á orðið í sumum æfingunum. Nú tók eg að iðka »Mína
aðferð« og böð daglega, var nú orðinn einn af hinum
mörgu Mullers-dýrkendum ofan á alt annað. Eg fór mér
hægt við æfingarnar í fyrstu, en herti á smám saman, er
eg tók að venjast volkinu. í öndverðum maímánuði fór
eg að fara í sjó og hélt þeim hætti langt fram í nóvem-
ber. Þannig barðist eg hinni hörðu baráttu daglega í 3 ár
samfleytt, en á fjórða árinu féllu æfingarnar niður hjá
mér dag og dag. Auk þess tók eg mér gönguskorpur, oftast
daglega og venjulega um sama leyti dags. Eg las og ýmis-
legt um íþróttir og kynti mér ofurlítið heilsufræðileg efni.
En hver varð svo árangur minn af þessari látlausu
baráttu? Hann varð í stuttu máli þessi: Ýmsir vöðvar
líkamans þreknuðu og stældust, skrokkurinn varð liðugri
og léttari í svifum en hann átti vanda til, taugakerfið lag-
færðist töluvert tvö fyrstu árin, en stóð siðan í stað. Mér
leið sérstaklega vel fyrstu klukkustundirnar eftir sjóbaðið,
en aldrei gat samt neitt verulegt framhald orðið á þeirri
líðan. Eg var altaf lasinn annað veifið, þótt köstin væru
ekki eins hvumleið og í fyrstu. Síðara helming ársins
1917 og fram á sumar 1918, er eg hætíi Mullers-æfingum,
stóð heilsa mín í stað. Ekki fann eg, að æfingarnar létu
mér önnur andleg gæði í té en ofurlítið meiri kjark og
skárri líðan yfirleitt. Andlegt fjör, kraft eða vitsmuni jóku
þær ekki. Ein varanleg hlunnindi upp skar eg sérstaklega,
sem eg hygg að íslenskri dýrtiðarnefnd hefði þótt »prin-
cipsbrot« að láta mér í ,té, þótt eg hefði til þess unnið
með súrum sveita. Eg fekk sem sé aldrei neina kvefpest
öll þessi ár utan lítilsháttar slím í nasir, sem stundum
olli mér reyndar töluverðra óþæginda. Það getur verið
fróðleg dægrastytting í því að bera saman rökvísi og verð-
leikamat guðs og manna. — Kvefpestin er einskonar skyldu-
skattur á almenningi — álíka uppbyggilegur og kirkju-
gjaldið —, sem flestir greiða í möglunarlausri undirgefni