Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1919, Side 19

Eimreiðin - 01.07.1919, Side 19
EIMREIÐIN) 147 Sýnishorn af nútíma alþýðukveðskap. 1 hinu afarfróðlega Almanaki Pjóðvinafélagsins 1917 er sýnishorn af rimna- og alþýðukveðskap ýmsra islenzkra hagyrðinga, að mestu leyti frá liðnum tima. Petta hvatli mig til að senda Eimreiðinni sýnishorn af nútiðar alþýðukveðskap í þeim tilgangi, að það timarit skoraði á hina mörgu hagyrðinga, sem nú eru á lífi, að senda þvi sýnishorn af tækifæriskveðskap, sem þeir eiga hver fyrir sig i fórum sinum, því eg álit, að það gæti verið bæði fróðlegt og kærkomið eftir- komandi kynslóð vorri, að sjá á liverju stigi þessi einkennilegi kveðskapur hafi verið á vissum timabilum. Húsavik, 29. maí 1919. Ari Jochumsson. »Ferhendurnar deyja«. Sbr. stökuna: »Pegar Páls er bros^n brá« o. s. frv. Pótt nú séu þagnaöir Porsteinn, Páll og Grímur, yrkja á Fróni fjölmargir ferhendinga rímur. Hvað sem hijómafl hljóðfæra hljóðbylgjurnar magna, aldrei mun þó islenska alþýðuharpan þagna. Mín vili þjóðin mærðelska — margt þó deyi og fúni — að lifi blómin ljóðstafa lengi í Braga-túni. Hagyrðings þó bresti brá, sem búinn er að skrifa, og skáidjöfrarnir falli frá ferhendurnar lifa. Kveðið um Vit og strit Dr. Guðm, Finnbogasonar. Stritum svo að vaxi vit, vitið semji nothæf rit; rit, sem mæla námsins nyt, nytsamleg við orkuslit. 10

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.