Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1919, Blaðsíða 10

Eimreiðin - 01.07.1919, Blaðsíða 10
138 ORKUGJAFAR ALDANNA [EIMREIÐIN stundarfriður, en svo yrði úti um alt líf, Svona hljóðaði nú sá boðskapur, er vísindamennirnir, er lengst sjá og best, báru á borð fyrir mannkynið á gamlárskveldi ald- arinnar sem leið. — IV. En er lýsti, svo að segja, af fyrsta degi tuttugustu ald- arinnar, sátu hjón, að nafni Curie, suður í Parísarborg við margbrotnar og erfiðar rannsóknir. Efni það, er þau hjón beindu að athygli sinni og rannsókn, heitir úraníum. Efni þetta er ekki gamalt; það fanst ekki fyr en seint á 18. öldinni, og er þungt mjög í sér. Einhver grunur lék á því, að efni þetta gæfi frá sér geisla nokkra, og voru þau hjón nú í mesta máta að rannsaka það. En að slíkum rannsóknum er ekki hlaupið. Geislar þessir eru einskonar huldufólk; þeir streyma og streyma, en augað sér þá ekki; það er ljósmyndaplatan ein, sem sagt getur til þeirra, og þó kannske oft ekki fyr en eftir langan tíma. En geislana finnur hún á endanum, séu þeir til, og áhrif þeirra á plötuna eru fólgin í því, að þeir sverta hana. Þetta voru nú bjónin að athuga, og geislana fundu þau. En hvaðan komu þeir eiginlega? í úranblöndu þeirri, er þau hjón höfðu til rannsóknar, voru, auk úraníums, ýmis- leg önnur efni, svo sem baryum, wismut, blý o. fl. Öll þessi efni varð því að greina sundur, til þess að komast fyrir hvaðan geislarnir helst kæmu. Þegar hvert þessara efna fyrir sig var látið verka á Ijósmyndaplötuna, kom það í ljós, að baryum sendi frá sér geisla mörg hundruð sinnum sterkari en blandan í heild sinni; geislar frá þessu efni svertu plötuna á fáum augnablikum. En nú flóknaði eiginlega málið í svipinn; því baryum var áður þekt og úr annari átt komið en þessári úranblöndu, og sendi þá enga geisla frá sér. Hér stóð hnífurinn 1 kúnni. Geislarnir komu frá baryum, og þó sendi baryum ekki frá sér geisla. Hér fengu hjónin nýja gátu að ráða. Og þau réðu hana. Þau tóku þessu baryum, sem úr úranblöndunni kom, tak, leystu það sundur ögn fyrir ögn, og fundu þá nýtt efni, þar sem alt geislamagnið var saman komið 1. I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.