Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1919, Side 10

Eimreiðin - 01.07.1919, Side 10
138 ORKUGJAFAR ALDANNA [EIMREIÐIN stundarfriður, en svo yrði úti um alt líf, Svona hljóðaði nú sá boðskapur, er vísindamennirnir, er lengst sjá og best, báru á borð fyrir mannkynið á gamlárskveldi ald- arinnar sem leið. — IV. En er lýsti, svo að segja, af fyrsta degi tuttugustu ald- arinnar, sátu hjón, að nafni Curie, suður í Parísarborg við margbrotnar og erfiðar rannsóknir. Efni það, er þau hjón beindu að athygli sinni og rannsókn, heitir úraníum. Efni þetta er ekki gamalt; það fanst ekki fyr en seint á 18. öldinni, og er þungt mjög í sér. Einhver grunur lék á því, að efni þetta gæfi frá sér geisla nokkra, og voru þau hjón nú í mesta máta að rannsaka það. En að slíkum rannsóknum er ekki hlaupið. Geislar þessir eru einskonar huldufólk; þeir streyma og streyma, en augað sér þá ekki; það er ljósmyndaplatan ein, sem sagt getur til þeirra, og þó kannske oft ekki fyr en eftir langan tíma. En geislana finnur hún á endanum, séu þeir til, og áhrif þeirra á plötuna eru fólgin í því, að þeir sverta hana. Þetta voru nú bjónin að athuga, og geislana fundu þau. En hvaðan komu þeir eiginlega? í úranblöndu þeirri, er þau hjón höfðu til rannsóknar, voru, auk úraníums, ýmis- leg önnur efni, svo sem baryum, wismut, blý o. fl. Öll þessi efni varð því að greina sundur, til þess að komast fyrir hvaðan geislarnir helst kæmu. Þegar hvert þessara efna fyrir sig var látið verka á Ijósmyndaplötuna, kom það í ljós, að baryum sendi frá sér geisla mörg hundruð sinnum sterkari en blandan í heild sinni; geislar frá þessu efni svertu plötuna á fáum augnablikum. En nú flóknaði eiginlega málið í svipinn; því baryum var áður þekt og úr annari átt komið en þessári úranblöndu, og sendi þá enga geisla frá sér. Hér stóð hnífurinn 1 kúnni. Geislarnir komu frá baryum, og þó sendi baryum ekki frá sér geisla. Hér fengu hjónin nýja gátu að ráða. Og þau réðu hana. Þau tóku þessu baryum, sem úr úranblöndunni kom, tak, leystu það sundur ögn fyrir ögn, og fundu þá nýtt efni, þar sem alt geislamagnið var saman komið 1. I

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.