Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1919, Blaðsíða 49

Eimreiðin - 01.07.1919, Blaðsíða 49
EIMREIÐIN] KVIKMYNDIR 177 nú væru teknar 16 myndir á sekúndunni af þessu, og þær svo látnar koma fyrir augað með svo miklum hraða, að þær væru allar búnar að koma á sekúndunni, þá mundi oss sýnast glóðin mynda sama hringinn og vér sá- um áður. Augað sleppir ekki hverri myndinni fyr en ný mynd er komin og getur ekki greint umskiftin af því að boðin komast ekki til heilans á svo skömmum tíma, svo að úr öllu verður fyrir auganu jöfn hreyfing. Þessi undirstöðuatriði eru tiltölulega mjög einföld og óbrotin, og það er afar langt síðan menn komust að þessu einkenni sjónarinnar. Jafnvel fjTrir Krists daga þektu menn það. En hitt var annað mál að láta sér fyrst detta í hug að nota það í þessum tilgangi, að búa til kvikmyndir, og því næst var vandinn meiri að leiða það í framkvæmd, svo að gerlegt væri. Það hefir ekki tekist fyrr en nú á síðustu árum. Árið 1795 kvað fyrsti vísirinn finnast, eða fyrsti vottur þess, að mönnum hefir dottið í hug, að búa til »lifandi myndir«. En árið 1845 var fyrsta tækið búið til, sem nokkurn árangur bar. Það var hið svokallaða »lifandi hjól«. Það var pappahringur með smá rifum, sem horfa mátti gegnum, en innan á hringnum voru myndir af ein- hverju á hreyfingu, t. d. dansmey. Myndirnar sýndu dans- mærina í stellingum hverri eftir aðra, eins og þegar dansað er. Væri nú hjólinu snúið og gægst gegnum rifurnar komu myndirnar fyrir augun hart hver á eftir annari, og dans- mærin sýndist hreyfast. Myndirnar voru ekki teknar með Ijósmyndavél, heldur dregnar, en það gerði ekkert til. Grundvöllurinn var hinn sami og að ofan er lýst. Sá hét Eadweard Muybridge, sem fyrstur bjó lil kvik- myndir með Ijósmyndavélum. Hann hafði 24 myndavélar og tók mynd af hestum á hlaupum. En hestarnir tóku myndirnar sjálfir um leið og þeir hlupu, því að þræðir, sem festir voru við lása vélanna, voru strengdir yfir veg- inn. Með þessu náði hann myndum, er sýndu hreyfingu hestanna, 24 í röð. En það, sem gerði, að ekki var haldið áfram eftir þessari braut, var það, að glerplöturnar eru fyrirferðarmiklar og óhægar ef taka á mjög margar myndir, 12
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.