Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1919, Page 49

Eimreiðin - 01.07.1919, Page 49
EIMREIÐIN] KVIKMYNDIR 177 nú væru teknar 16 myndir á sekúndunni af þessu, og þær svo látnar koma fyrir augað með svo miklum hraða, að þær væru allar búnar að koma á sekúndunni, þá mundi oss sýnast glóðin mynda sama hringinn og vér sá- um áður. Augað sleppir ekki hverri myndinni fyr en ný mynd er komin og getur ekki greint umskiftin af því að boðin komast ekki til heilans á svo skömmum tíma, svo að úr öllu verður fyrir auganu jöfn hreyfing. Þessi undirstöðuatriði eru tiltölulega mjög einföld og óbrotin, og það er afar langt síðan menn komust að þessu einkenni sjónarinnar. Jafnvel fjTrir Krists daga þektu menn það. En hitt var annað mál að láta sér fyrst detta í hug að nota það í þessum tilgangi, að búa til kvikmyndir, og því næst var vandinn meiri að leiða það í framkvæmd, svo að gerlegt væri. Það hefir ekki tekist fyrr en nú á síðustu árum. Árið 1795 kvað fyrsti vísirinn finnast, eða fyrsti vottur þess, að mönnum hefir dottið í hug, að búa til »lifandi myndir«. En árið 1845 var fyrsta tækið búið til, sem nokkurn árangur bar. Það var hið svokallaða »lifandi hjól«. Það var pappahringur með smá rifum, sem horfa mátti gegnum, en innan á hringnum voru myndir af ein- hverju á hreyfingu, t. d. dansmey. Myndirnar sýndu dans- mærina í stellingum hverri eftir aðra, eins og þegar dansað er. Væri nú hjólinu snúið og gægst gegnum rifurnar komu myndirnar fyrir augun hart hver á eftir annari, og dans- mærin sýndist hreyfast. Myndirnar voru ekki teknar með Ijósmyndavél, heldur dregnar, en það gerði ekkert til. Grundvöllurinn var hinn sami og að ofan er lýst. Sá hét Eadweard Muybridge, sem fyrstur bjó lil kvik- myndir með Ijósmyndavélum. Hann hafði 24 myndavélar og tók mynd af hestum á hlaupum. En hestarnir tóku myndirnar sjálfir um leið og þeir hlupu, því að þræðir, sem festir voru við lása vélanna, voru strengdir yfir veg- inn. Með þessu náði hann myndum, er sýndu hreyfingu hestanna, 24 í röð. En það, sem gerði, að ekki var haldið áfram eftir þessari braut, var það, að glerplöturnar eru fyrirferðarmiklar og óhægar ef taka á mjög margar myndir, 12

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.