Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1919, Side 12

Eimreiðin - 01.07.1919, Side 12
140 ORKUGJAFAR ALDANNA [EIMREIÐIN eftir öld, án þess að fá nokkuð í aðra hönd; þau eru sjálf að fyrirferð í samanburði við aðra orkugjafa, sem við þekkjum, sama sem ekkert, en geta þó um ómældan tíma miðlað öllum ósköpunum. Hér var ekki nema um tvent að gera: annaðhvort hlaut í þessum smáögnum afr felast sú óskapaorka, er engar steinkolanámur komast i. nokkurn samjöfnuð við, eða lögmálið um viðhald ork- unnar var ekki eins óskeikult og menn höfðu ætlað. Já, nú var radíum, þessi undraverða nýja orku- uppspretta fundin, en hvaða afl eða orka þetta var, á því fékst fyrst um sinn engin skýring, þrátt fyrir allar rann- sóknir. Hundruð þúsundir ára eru nú liðin siðan menn fyrst sáu eldinn, en frá þvi leið aftur óratími, þangað til þeim tókst að ná á honum tökum, taka hann í sina þjón- ustu sér til nota. Mannkynið stóð nú gagnvart öðru slíku undri, þar sem.radíum var; hér var nýr orkuberi og orkugjafi fundinn, nýtt efni, er þrotalaust og uppbótar- laust sendi frá sér undrageisla. Það er utan um þetta nýja efni, sem svo að segja allar rannsóknir snúast á árunum 1904—1910. V. Mest var gert að þessum rannsóknum á Englandi og Skotlandi. Eru þar 3 efnafræðingar, er mest láta til sin taka, þeir Rutherford, Ramsay og Soddy. Leysa þeir einn hjúpinn af öðrum utan af þessu dularfulla efni, og loks- ins er svo nærri gengið efninu, að frumagnirnar verða berar og naktar að birtast mannlegu auga, og hafði eng- um manni til hugar komið, að slíkt mundi nokkurn tima takast. Þetta gerðist árið 1908. Það ár varð bæði fagnaðar- og friðarár í herbúðum vísindanna. Fagnaðarefnið var sigur og vald mannsandans yfir efninu, en friðar- og kyrðar- efnið var þetta, að gamla lögmálið um viðhald orkunnar stóð enn í sínu fulla gildi, einnig hvað snerti þetta nýja undraefni, radíum. Frumagnir, atom, höfðu menn nefnt insta kjarna hvers efnis, og var litið svo á, að þessar

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.