Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1919, Qupperneq 12

Eimreiðin - 01.07.1919, Qupperneq 12
140 ORKUGJAFAR ALDANNA [EIMREIÐIN eftir öld, án þess að fá nokkuð í aðra hönd; þau eru sjálf að fyrirferð í samanburði við aðra orkugjafa, sem við þekkjum, sama sem ekkert, en geta þó um ómældan tíma miðlað öllum ósköpunum. Hér var ekki nema um tvent að gera: annaðhvort hlaut í þessum smáögnum afr felast sú óskapaorka, er engar steinkolanámur komast i. nokkurn samjöfnuð við, eða lögmálið um viðhald ork- unnar var ekki eins óskeikult og menn höfðu ætlað. Já, nú var radíum, þessi undraverða nýja orku- uppspretta fundin, en hvaða afl eða orka þetta var, á því fékst fyrst um sinn engin skýring, þrátt fyrir allar rann- sóknir. Hundruð þúsundir ára eru nú liðin siðan menn fyrst sáu eldinn, en frá þvi leið aftur óratími, þangað til þeim tókst að ná á honum tökum, taka hann í sina þjón- ustu sér til nota. Mannkynið stóð nú gagnvart öðru slíku undri, þar sem.radíum var; hér var nýr orkuberi og orkugjafi fundinn, nýtt efni, er þrotalaust og uppbótar- laust sendi frá sér undrageisla. Það er utan um þetta nýja efni, sem svo að segja allar rannsóknir snúast á árunum 1904—1910. V. Mest var gert að þessum rannsóknum á Englandi og Skotlandi. Eru þar 3 efnafræðingar, er mest láta til sin taka, þeir Rutherford, Ramsay og Soddy. Leysa þeir einn hjúpinn af öðrum utan af þessu dularfulla efni, og loks- ins er svo nærri gengið efninu, að frumagnirnar verða berar og naktar að birtast mannlegu auga, og hafði eng- um manni til hugar komið, að slíkt mundi nokkurn tima takast. Þetta gerðist árið 1908. Það ár varð bæði fagnaðar- og friðarár í herbúðum vísindanna. Fagnaðarefnið var sigur og vald mannsandans yfir efninu, en friðar- og kyrðar- efnið var þetta, að gamla lögmálið um viðhald orkunnar stóð enn í sínu fulla gildi, einnig hvað snerti þetta nýja undraefni, radíum. Frumagnir, atom, höfðu menn nefnt insta kjarna hvers efnis, og var litið svo á, að þessar
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.