Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1919, Blaðsíða 6

Eimreiðin - 01.07.1919, Blaðsíða 6
134 ORKUGJAFAR ALDANNA [EIMREIÐIN Eldurinn, sem mannkynið fyrir hundruðum þúsunda ára náði tökum á, hann logar nú undir miljónum gufu- katla um öll lönd og höf. Við notum hann nú, eins og áður, til að sjóða matinn, bræða málma, brenna leir o. s. frv., en hann er jafnframt orðinn okkur annað og meira, hann er orðinn aðalorkugjafinn, eða orkuberinn, við ótelj- andi störf, smá og stór. En hann þarf líka síns með; hann eyðir, etur ósköpin öll, og því meira, auðvitað, sem hann vinnur meira. Það segðu ekki mikið í alla eldana, sem loga nú, undir alla gufukatlana, nokkrar hríslur eða viðarlurkar. Allir skógar á jörðunni mundu ekki endast nema sem svarar eitt ár undir alla þá mörgu katla. En, sem betur fór, þurfti ekki til þeirra að taka til þeirra hluta; það hljóp annað á snærið, er hlífði skógunum. Náttúran er fornbýl; hún er jafnvel ennþá fyrirhyggju- samari en húsmóðirin, sem bjó til öll brauðin handa fólkinu sínu fjrir sláttinn, til þess að þurfa ekki að tefja sig við það um heyannirnar. Löngu, löngu áður en nokkur maður varð til, hafði hún það sér til dægrastytt- ingar, að búa til eldsneyti undir gufukatla eftir miljónir ára. Og til þess að þetta skemdist ekki né glataðist, skaut hún því undan, lét það niður í kjallara hjá sér, og hefir geymt það þar síðan. Þetta eldsneyti eru kolin. Þau eru, eins og allir vita, ekkert annað en gamlir skógar, gömul tré, sem sólin hefir fóstrað, matað á geislum sinum á jómfrúárunum, meðan hún var miklu heitari og hafði hvorki réttláta né rangláta til að skína á. En náttúran hefir ekki ætlast til, að mennirnir hefðu þetta fyrirhafnar- laust. Það þarf að beygja bakið, til að ná í kolin, sækja þau niður í kjallarann, og að þessu starfa tugir þúsunda manna um öll lönd, ár út og ár inn, með hökum og skóflum. Ekki getur maður ságt, að glampi á þau, er þau koma upp; kolsvört eru þau; en þegar við kveikjum í þeim, loga þau; þau skila þá aftur orkunni, sem fór til að mynda þau, þau skila þá aftur sólargeislunum, sem létu þau vaxa fyrir miljónum ára. Pað er þessi ævagamla sólargeislaorka, sem knýr gufuvélar nútímans og ræður forustunni í heiminum; sú þjóð, sem á mest af þessum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.