Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1919, Page 6

Eimreiðin - 01.07.1919, Page 6
134 ORKUGJAFAR ALDANNA [EIMREIÐIN Eldurinn, sem mannkynið fyrir hundruðum þúsunda ára náði tökum á, hann logar nú undir miljónum gufu- katla um öll lönd og höf. Við notum hann nú, eins og áður, til að sjóða matinn, bræða málma, brenna leir o. s. frv., en hann er jafnframt orðinn okkur annað og meira, hann er orðinn aðalorkugjafinn, eða orkuberinn, við ótelj- andi störf, smá og stór. En hann þarf líka síns með; hann eyðir, etur ósköpin öll, og því meira, auðvitað, sem hann vinnur meira. Það segðu ekki mikið í alla eldana, sem loga nú, undir alla gufukatlana, nokkrar hríslur eða viðarlurkar. Allir skógar á jörðunni mundu ekki endast nema sem svarar eitt ár undir alla þá mörgu katla. En, sem betur fór, þurfti ekki til þeirra að taka til þeirra hluta; það hljóp annað á snærið, er hlífði skógunum. Náttúran er fornbýl; hún er jafnvel ennþá fyrirhyggju- samari en húsmóðirin, sem bjó til öll brauðin handa fólkinu sínu fjrir sláttinn, til þess að þurfa ekki að tefja sig við það um heyannirnar. Löngu, löngu áður en nokkur maður varð til, hafði hún það sér til dægrastytt- ingar, að búa til eldsneyti undir gufukatla eftir miljónir ára. Og til þess að þetta skemdist ekki né glataðist, skaut hún því undan, lét það niður í kjallara hjá sér, og hefir geymt það þar síðan. Þetta eldsneyti eru kolin. Þau eru, eins og allir vita, ekkert annað en gamlir skógar, gömul tré, sem sólin hefir fóstrað, matað á geislum sinum á jómfrúárunum, meðan hún var miklu heitari og hafði hvorki réttláta né rangláta til að skína á. En náttúran hefir ekki ætlast til, að mennirnir hefðu þetta fyrirhafnar- laust. Það þarf að beygja bakið, til að ná í kolin, sækja þau niður í kjallarann, og að þessu starfa tugir þúsunda manna um öll lönd, ár út og ár inn, með hökum og skóflum. Ekki getur maður ságt, að glampi á þau, er þau koma upp; kolsvört eru þau; en þegar við kveikjum í þeim, loga þau; þau skila þá aftur orkunni, sem fór til að mynda þau, þau skila þá aftur sólargeislunum, sem létu þau vaxa fyrir miljónum ára. Pað er þessi ævagamla sólargeislaorka, sem knýr gufuvélar nútímans og ræður forustunni í heiminum; sú þjóð, sem á mest af þessum

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.