Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1919, Page 8

Eimreiðin - 01.07.1919, Page 8
136 ORKUGJAFAR ALDANNA IEIMREIÐIN III. »Mjög þarf nú að mörgu hyggjacc. Við förum því hægt, færum okkur sem svarar mannsaldri, fram á aldamótin síðustu. Öllu hefir fleygt fram; þar sem kynt var undir tíu kötlum fyrir 30 árum, þar logar nú undir hundrað. »Nú má fara á eldi’ og eim alt á sjó og landicc; og nú eru flest störf með vélum unnin: þar sem gufuvélarnar eru of fyrirferðamiklar og klunnalegar, þar kemur raf- magnið til sögunnar. Nú þykir það seinlegt og ganglaust, að brjóta kolin með hökum og öðrum handverkfærum; nú eru hafðar til þess vélar, sem vinna á við þúsundir. Ekki þúsundir, heldur miljónir smálesta eru árlega grafnar úr jörðu; og nú er búið að gefa svarta steininum nýtt nafn, skíra hann upp; nú er hann oft nefndur svarti demantinn; svo mikið þykir til hans koma, svo mikið er gildi hans og þýðing í heiminum á vorum tímum. En innan um öll kolabálin og vélaskröltið sitja hag- ’fræðingar þjóðanna með sveitta skalla yfir reikningum sínum. Einum enskum hagfræðing telst svo til, að eftir 400 ár verði öll kol þar í landi upp unnin með þeirri kolaneyslu, sem nú er; en aukist kolabrúkun jöfnum fet- um og næstliðna áratugi, þá muni þau búin eftir 120 ár. Og þýskum hagfræðing hefir reiknast svo, að kol þar i landi muni ekki endast lengur en 200 ár. Að vísu er sv» talið, að talsverður kolaforði sé enn ónotaður bæði í Suður- og Austurálfu heims; en þó gert sé ráð fyrir þessu, má þó telja víst, að ekki liði á löngu uns kola- laust verður í heiminum, og liggur þá ekkert fyrir annað, ef ekki hleypur eitthvað óvænt á snærið, en að hverfa að gamla laginu, láta handleggina og vöðvana hafa það; en ekki er ólíklegt, að einhverjum bregði þá við, og ekki verður fyrsta kolalausa kynslóðin öfundsverð af hægðinni. Þetta er áhyggjuefni þeirra manna, er horfa fram og þessa hluti rannsaka. Það gengur á fyrningarnar, kolaforðinn eyðist; mikið af orku þeirri, er í kolunum felst, fer for- görðum við brunann; hitt eyðist til að þjóta fram og aftur um lönd og höf, og til ýmislegrar vinnu; en eftir

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.