Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1919, Blaðsíða 26

Eimreiðin - 01.07.1919, Blaðsíða 26
154 »LJÓS ÚR AUSTRI« IEIMREIÐIN nöfn þeim til stuðnings, sem halda, að maður sé hrokk- inn upp af standinum eða brjálaður, ef maður hugsar eða hreyfir sig eitthvað öðruvísi en afi og amma. Og hver veit nema Yoga haíi átt drjúgan þátt í að gera þessa einstak- linga meiri en oss. En Vesturlandabúar ná auðvitað naum- ast eins langt i þessum efnum sem Indverjar, þar sem staðhættirnir eru miklu betri og viðleitnin liggur svo að segja í blóðinu. Yoga er reist á alt annari grundvallarskoðun á mann- eðlinu og umheiminum heldur en vestræn íþróttakerfi. Þeim er yfirleitt hreykt upp á þeirri flasfengnu staðhæf- ingu, að maðurinn sé líkami, samstarf skynrænna krafta. Yoga segir aftur á móti: maðurinn er »andi«, sem býr í og stjórnar skynrænum líkama. Á þessari staðhæfingu eða öllu fremur þekkingu er alt Yoga-kerfið reist. Yoga leggur með öðrum orðum megináherzluna á þroskun andans sem stjórnanda efnisins. Af þessum gagnólíka skilningi leiðir hinn mikla mun vestrænna líkamsæfinga og Yoga. Vestrænar likamsæfingar eru fólgnar í vissum vöðva- hreyíingum, ati, sem oft er frábærlega barbariskt og smekk- laust, eins og t. d. grísk-rómverska giíman og fótboltinn, sem er orðinn landlæg plága hér í kveldroðarykinu á Melunum og sýnir, hverjir dauðans aumingjar vér erum enn í þekkingu og æðri og fínni menningu. Jafnæsandi óhemjuskapur hermstytr^ekki að eins og útslítur kröftum þeirra, sem halda honum uppi, heldur tryllir hann jafn- vel fjölda fólks, sem lítið má missa, frá rósemd og skyn- samlegu viti. í margar þessar ánalegu hreyfingar fer óguð- lega mikil orka forgörðum. Þær eru blátt áfram óhag- rænar, miðað við nýtni náttúrunnar og nirfilsskap þjóðar- innar í garð þessara fáu vgsalinga, sem hafa lagt sig niður við að hugsa. Menn láta eins og óðir, ef þeir vita af renn- andi fossmigu einhvers staðar uppi á öræfum, hafa ekki flóafrið fyr en þeir hafa umturnað henni í mykju og hluta- bréf. En mannlegur máttur er látinn fara út um hvipp- inn og hvappinn í allskonar fettur og brettur, pat og stapp, sem ekkert vit er í. »Titan« ætti þó að sjá sóma sinn í að vinna skít úr honum eins og fossaflinu. Þetta og annað
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.