Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1919, Blaðsíða 43

Eimreiðin - 01.07.1919, Blaðsíða 43
EIMREIÐIN] FRIÐUR 171 ekki ógreið handtökin, þegar þeir ættu að höggva af sér fé og fríðindi? Löggjafarþing vort er ef til vill að ýmsu leyti dæma- fátt þing. En það þarf þess líka ef það á að stand- ast þessa eldraun. Það þarf dæmafáa 40 manna sam- kundu til þess, að ruglast ekki í ríminu og fatast ekki vörnin, þegar á er sótt með hundruð milljóna. Það þótti Filipusi gamla frá Makedóníu, og svo mun enn vera. Asni, klyfjaður gulli, opnar hverja borg. Það eru ýmsir vitrir menn og gætnir, sem horfa með skelfingu fram á veginn. Og það er síst að ósekju. Aldrei hefir íslenskt þjóðerni lagt út í aðra eins brotsjói og þá, sem nú eru fyrir stafni. Nú þarf örugga hönd á stýris- taumunum, nú þarf Einar Þveræing, ekki i mynd og líki þjóðmálaskúms, heldur með vit og framsýni og óbilandi siðferðisþrek í viðskiftum. Styrjöldin, sem fram undan er, er viðskiftastyrjöld. Án efa þarf einnig vitra og gætna stjórnmálamenn, til þess að gæta fengins fjár og auka við. En aðal vandinn er í aðra átt. Hann er á sviði viðskift- anna. Hvernig er unt að stilla svo við hóf framförunum og hagnýting auðsuppsprettanna, að íslendingar hafi jafn- an yfirtökin á íslandi? Fossarnir eru hættulegir. Fossarnir eru gæfan eða ógæfan, eftir þvi hvernig á þeim verður haldið. Eg hefi heyrt skynsama menn undrast það, hve lengi þessi fossanefnd geti verið að starfa. Mér fyndist eðiilegt, að þeir hefðu verið helmingi fleiri og starfað helmingi lengur, og auk þess hefðu þeir helst þurft að vera helm- ingi duglegri hver um sig. Því að þeir halda á fjöreggi íslensks þjóðernis í hendi sér. Og því má ekki kasta gálauslega. Til eru þeir menn, sem vilja leita íslensku þjóðerni skjóls í öflugu bandalagi við Norðurlönd. Bandalag við Norðurlönd er ekki nema eðlilegt og sjálf- sagt. Þaðan erum vér ættaðir að mestu, og þaðan höfum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.