Eimreiðin - 01.07.1919, Blaðsíða 11
EIMREIÐINI
ORKUGJAFAR ALDANNA
139
Þetta nýja efni nefndu þau radíum, af latneska orðinu
radius, sem þýðir geisli. — En ósköp var lítið af þessu
efni. Úr 2000 pundum af úranblöndunni fengust ein 333
milligröm af radíum, eða svolítil ögn framan á hnifsoddi
úr heilu tonni af blöndunni. í þessari agnarögn hvítra
. kristalla var öll geislaorka úr 10 hestburða þunga saman
komin.
Þau hjón tóku nú að rannsaka þetta nýja efni, og árið
1904 birtu þau árangurinn af þessum rannsóknum. Sam-
kvæmt þeim sendir þetta nýja efni stöðugt og stanslaust
frá sér ýmsa geisla, er altaf nokkrum stigum heitara en
loftið í kring, og það sem merkilegast er, rýrnar hvorki
né eyðist, þrátt fyrir þetta stöðuga geislaútstreymi.
Nú fór heldur að verða ókyrð í herbúðum vísindanna.
Á þeim háu stöðum var þegar fyrir löngu búið að ganga
svo frá hyrningarsteinum eða undirstöðum þekkingarinnar,
að engum datt í hug, að við þeim þyrfti nokkurn tíma
framar að hreyfa; eins og jarðfastir klettar töldu allir
víst, að þau undirstöðuatriði mundu standa, hvað sem á
gengi í heiminum. Meðal þessara aðalhyrningarsteina var
kenningin um viðhald orkunnar, bygt á því, að eyðist
það, sem af er tekið, og svo hinu, að ekkert getur orðið
af engu. Ætluðu nú líka þessar máttarstoðir að reynast
fallvaltar? Menn þektu orkuna, t. d. í kolamolanum; en
þegar hann var útbrunninn, þá var hann um leið dauður
sem orkuberi; þá þurfti að kveikja á nýjum kolamola, og
svo koll af kolli. Nú var hér að reka inn höfuðið orku-
beri, sem gaf og gaf, sendi frá sér látlaust geislamagn, en
þurfti ekkert að fá í staðinn. Matur er mannsins megin;
hann er orkugiafi mannsins, og það er ekki svo lítið, sem
við látum í okkur; þrjár máltíðir verkamanns, sem vel er
haldinn, eru talsvert fyrirferðar; en ekki endist sú orka
nema þann daginn; næsta dag þarf aftur að leggja í.
Gufuskipin þurfa talsvert af lestarúmi sínu fyrir kolin;
þau eru þeirra matur; eftir nokkra daga er sá forði upp
etinn, og þá þarf að kola aftur. En hvítu kristalla-
agnirnar, sem þau Curiehjónin fundu, og skírðu radíum,
þau geta gefið frá sér orku, sent frá sér geislamagn öld