Eimreiðin - 01.07.1919, Blaðsíða 17
EIMREIÐIN]
ORKUGJAFAR ALDANNA
145
nærri að líta svo á, að slíkar sagnir séu jafngamlar mann-
kyninu. Sumar þessara sagna falla svo vel við það, sem
nú er að koma upp úr kafinu, að talsvert er freistandi,
og verulegt tilefni til að líta svo á, sem hér sé ekki um
hendingu eina að ræða, heldur felist i þessum sögnum
insti kjarni æfagamallar menningar, sem nú er ekkert
orðið eftir af, nema svo að segja eitt orð, ein einasta
frumögn (atóm), en frumögn með undraverðu geislamagni,
þegar hún er krufin til mergjar. Vil eg hér t. d. minnast
á viskusteininn og söguna um hann. Þessi steinn átti að
geta breytt einum málmi eða efni í annað, en jafnframt
átti hann að verka sem ódáinsdrykkur eða ódáinsepli.
Hér er því að ræða um undraorkubera, týndan fyrir
ómunatíð, og ekki fundinn aftur, nema ef eitthvað skyldi
nú vera að bóla á honum í sambandi við geislaorku-
fundinn. En er það nú tilviljun ein, að þessum undra-
steini er jöfnum fetum eignuð þessi tvennskonar orka, að
breyta einu efni í annað, gera t. d. gull úr grjóti, og verka
jafnframt sem ódáinsdrykkur, láta gamlan mann . kasta
ellibelgnum, gera öldung að ungmenni? Á því þekkingar-
stigi, er vér nú stöndum, verðum vér að skoða svo, að
lífið eigi upptök sín í orkunni, og sem stendur vitum
vér ekki betur, en að lykillinn að instu lindum lífsins sé
breytingin, efnaskiftin. Eg kýs því heldur að líta svo á,
að þessir tveir hæfileikar viskusteinsins, að breyta efnun-
um og endurnýja lífið, sé eins og bergmál, borið til vor
frá ómunatíð, og frá kynslóðum komið, er höfðu fetað
sig áfram sömu brautina, sem vér nú göngum. Og ef vér
nú af þessari getgátu mættum draga framhaldsályktanir,
hvernig mundi þær þá verða? Jú, þær mundu verða á
þá leið, að fyrir ómunatíð hafi mannkynið staðið á þekk-
ingarstigi, ekki að eins jafnháu og vér stöndum nú, heldur
miklu hærra — því viskusteininn þeirra höfum vér enn
ekki nálægt því handsamað eða eignast.
En kæmi þá ekki svona skoðun þvert í bága við alt,
sem hefir verið sagt og skrifað um þroska og þróun
mannkynsins, um stöðuga hækkun þess, neðan af lág-
lendi fáfræðinnar, upp á þær þekkingar- og menningar-
10