Eimreiðin - 01.07.1919, Blaðsíða 32
160
»LJÓS ÚR AUSTRI«
[ EIMREIÐIN
fást um það; þar, sem þekkinguna þrýtur, er breytnin
brjálsemi. Það má segja hið sama um þetta heimboð og
Sigurður heitinn Breiðfjörð sá furðu skarplega, að
velur sérhver vininn sinn,
sem vitið bestan metur.
Sumir »raunhyggjumannanna« munu segja sem svo, að
það sé merkilegt, að maður skuli ekki þekkja þetta Yoga-
kerfi, ef nokkurt vit væri í því. Já, merkilegt er það. En
hitt er þó engu ómerkara, að menn skuli fyrst hafa upp-
götvað snúning jarðarinnar nú fyrir nokkurum árum, stað-
reynd, sem dulspekingurinn Pythagoras hafði kent löngu
fyrir Krists daga.
Sannleikurinn fer ekki umhverfis jörðina á 80 dögum.
í apríl, 1919. Pórbergur Pórðarson.
Yondafljót
Einhversstaðar hátt uppi í fjöllum átti Vondafljót upptök
sín. Menn vissu ekki með~~vissu hvar, því engum hafði
enn tekist að rekja rás þess til uppsprettunnar fyrir ófær-
um kleifum og jökulsprungum. Sumstaðar rann það hálfar
og heilar mílur neðanjarðar; gróf sér göng undir ævagöml-
um hraunum; smaug inn undir örlægstu lyngbörðin, sem
lá við að hryndi niður af eintómri hógværð; eða það fal
sig bak við gamla nafnkunna standhamra, svo æruverða,
að engum datt í hug að gruna þá; steypti sér svo alt í
einu hlæjandi, blygðunarlaust, ögrandi, fram af einhverju
þverhnýpi sem enginn mannlegur fótur gat komist að —
í stuttu máli: lék á alla sína njósnara, alveg eins og slung-
inn glæpamaður í mannfélögum vorrar aldar.
Vondafljót rann frá sinni ókendu uppsprettu, sinn ískyggi-
lega farveg niður á milli fjallanna, þangað til það steyptist
í fögrum fossi fram af háum hömrum í miðri dalbrún.