Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1919, Síða 26

Eimreiðin - 01.07.1919, Síða 26
154 »LJÓS ÚR AUSTRI« IEIMREIÐIN nöfn þeim til stuðnings, sem halda, að maður sé hrokk- inn upp af standinum eða brjálaður, ef maður hugsar eða hreyfir sig eitthvað öðruvísi en afi og amma. Og hver veit nema Yoga haíi átt drjúgan þátt í að gera þessa einstak- linga meiri en oss. En Vesturlandabúar ná auðvitað naum- ast eins langt i þessum efnum sem Indverjar, þar sem staðhættirnir eru miklu betri og viðleitnin liggur svo að segja í blóðinu. Yoga er reist á alt annari grundvallarskoðun á mann- eðlinu og umheiminum heldur en vestræn íþróttakerfi. Þeim er yfirleitt hreykt upp á þeirri flasfengnu staðhæf- ingu, að maðurinn sé líkami, samstarf skynrænna krafta. Yoga segir aftur á móti: maðurinn er »andi«, sem býr í og stjórnar skynrænum líkama. Á þessari staðhæfingu eða öllu fremur þekkingu er alt Yoga-kerfið reist. Yoga leggur með öðrum orðum megináherzluna á þroskun andans sem stjórnanda efnisins. Af þessum gagnólíka skilningi leiðir hinn mikla mun vestrænna líkamsæfinga og Yoga. Vestrænar likamsæfingar eru fólgnar í vissum vöðva- hreyíingum, ati, sem oft er frábærlega barbariskt og smekk- laust, eins og t. d. grísk-rómverska giíman og fótboltinn, sem er orðinn landlæg plága hér í kveldroðarykinu á Melunum og sýnir, hverjir dauðans aumingjar vér erum enn í þekkingu og æðri og fínni menningu. Jafnæsandi óhemjuskapur hermstytr^ekki að eins og útslítur kröftum þeirra, sem halda honum uppi, heldur tryllir hann jafn- vel fjölda fólks, sem lítið má missa, frá rósemd og skyn- samlegu viti. í margar þessar ánalegu hreyfingar fer óguð- lega mikil orka forgörðum. Þær eru blátt áfram óhag- rænar, miðað við nýtni náttúrunnar og nirfilsskap þjóðar- innar í garð þessara fáu vgsalinga, sem hafa lagt sig niður við að hugsa. Menn láta eins og óðir, ef þeir vita af renn- andi fossmigu einhvers staðar uppi á öræfum, hafa ekki flóafrið fyr en þeir hafa umturnað henni í mykju og hluta- bréf. En mannlegur máttur er látinn fara út um hvipp- inn og hvappinn í allskonar fettur og brettur, pat og stapp, sem ekkert vit er í. »Titan« ætti þó að sjá sóma sinn í að vinna skít úr honum eins og fossaflinu. Þetta og annað

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.